Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Blaðsíða 28
meta samband verknaðar við líklega (hypotetiska) van-
heilsu. Má reyndar segja, að slikt mat sé svo ágizkana-
kennt, að dómaxi hafi litlu minni möguleika en læknir
að „ramba“ á rétta niðurstöðu. Geðlæknar hafa verið
þeii'rar skoðunar í seinni tíð, að flestar ef ekki allar al-
varlegar geðtruflanir, hvers eðlis sem þær eru, valdi svo
víðtækri og almennri röskun á sálarlífinu og persónuleik-
anum öllum, að líkur séu á því, að truflanirnar orki með
einhverjum hætti á allar athafnir hins sjúka. Hinir ýmsu
þættir sálarlífsins em svo samtvinnaðir og tengdir, að
einn getur ekki sýkzt án þess að hinir verði fyrir áhrifum
eða óþægindum. Röskunin er auðvitað sérstaklega víðtæk
og áberandi, þegar um eiginiega geðveiki (psychoses) er
að ræða. Þá lamast starfsemi sjálfsins að mildu leyti.
Veruleikaskynið brenglast og geðtengsl rofna.
Gott dæmi um þau hlutverk, er læknar og dómstólar
ætla séi', er að finna í dómi Hæstaréttar í XX. bindi, bls.
291. Læknaráð segir svo: „Erfitt er að fxúlyrða með vissu
samkvæmt gögnum málsins um andlegt ástand sakborn-
ings hinn 3. maí, er hann framdi umræddan verknað sinn.
Greinilegt virðist, að einhvers konar æði hafi gi'ipð sak-
borning, en hann hefur vafalaust allan tímann gert sér
ljóst, hvað hann aðhafðist. Réttarmáladeild treystir sér
eklri til að segja neitt ákveðið um, hvort sakborningur
hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum, því að
engin leið er að úrskurða eftir á, hve stei'kum vilja sak-
borningur hefði getað beitt á tilteknu tímabili. Hins vegar
má geta þess, að mörg dæmi enx til um, að slík óhappa-
verk hafa verið unnin, vegna þess að vilji manns hefur
engu um ráðið, enda þótt honum sé ljóst, hvað hann sé
að gera, og vilja þá skýringar á verknaðinum eftir á verða
mjög út í hött.“ Læknaráð samþykkti að efni til það álit
yfii'læknisins á Kleppsspítala, að sakbomingur heíði verið
í því ástandi, sem 16. gr. alm. hgl. gerir ráð fyrir. Hæsti-
réttur segir hins vegar: „Þegar það er virt, að andlegri
heilsu ákærða er svo áfátt sem að framan er lýst og að
26
Tímarit lögfræðinga