Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Blaðsíða 25
sé beitt, einkum ef brot er smávægilegt. Reyndar mundi mál væntanlega fellt niður af ákæruvaldinu, þegar svo stæði á. En komi það til dóms, kann dómari að sýkna án þess að gera nokkrar ráðstafanir. Annað er það, að framkvæmdavaldshafar og ættingjar geta þurft að gera sínar ráðstafanir. Lögreglustjóri getur t. d. svipt mann ökuskírteini, ef það vitnast, að hann fullnægi ekki sett- um skilyrðum, þ. á m. um andlega heilbrigði, sbr. 2. og 7. mgr. 27. gr. umferðarlaga nr. 26/1958. Þá má vera, að hinum geðtruflaða sé komið fyrir á hæli eða sjúkrahúsi, stundum að undangenginni sjálfræðissviptingu, sbr. 31. gr. lögræðislaga nr. 95/1947. Þau álitaefni, er kanna þarf samkvæmt 15. gr., eru í fyrsta lagi, hvort sökunaut hagi einhver sú vanheilsa eða vanþroski, er greinin tiltekur, í öðru lagi hvort vanheils- an (vanþroskinn) var fyrir hendi, er hinn ólögmæti verknaður var framinn, og i þriðja lagi hvort það sam- band hafi verið milli vanheilsunnar (vanþroskans) og verknaðarins, að sökunautur hafi á verknaðarlímanum verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum af þeim sökum. Um fyrsta atriðið er það að segja til að byrja með, að þar er um svo sérfræðilegt efni að ræða, að naumast er við þvi að búast, að löglærðir dómarar geti einir skorið úr. Þegar vafi er á ferðum, eru því læknar, einkum geð- læknar, fengnir til að framkvæma geðrannsókn á söku- naut í því skyni að láta uppi álit á andlegri heilbrigði hans. A þeim 28 árum, sem liðin eru frá gildistöku hegn- ingarlaganna, hafa orðið ýmsar framfarir í geðlæknis- fræði. Á löngum tíma geta hin læknisfræðilegu sjúkdóms- hugtök tekið stakkaskiptum. Geðveikishugtak 15. gr. gæti ýmist þrengzt eða víkkað. Inntak 15. gr. er að þessu leyti háð þróun og þroska geðlæknisfræðinnar. Vík ég nánar að framkvæmd geðrannsókna síðar og einnig nokkuð að algengum andlegum annmörkum. Að íslenzkum lögum er það lagt á vald dómara að Tímarit lögfræðinga 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.