Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Blaðsíða 63
vinnu, bæði múrara og handlangara. Hafi SL. ráðið stefn-
anda til starfa við handlöngun í skjóli þessa umboðs
síns. Hafi SL. komið þar einn fram gagnvart stefnanda,
en stefndi hafi látið ráðninguna afskiptalausa.
Svo hafi samizt, með þeim SL. og stefnanda, að stefn-
andi skyldi taka laun fyrir vinnu sína, sem næmu 30% af
verklaunum skv. uppmælingartaxta múrara.
Verði að telja stefnda við það bundinn, þar sem ekki
verði litið svo á, þegar höfð sé hliðsjón af stöðu SL. og
störfum í þágu stefnda, að hann hafi með samningi þess-
um farið út fyrir umboð sitt. Enda þótt eigi lægi að öllu
leyti ljóst fyrir um heimild hans i þessu sambandi sé þess
og að gæta, að eigi hafi á þessum tíma verið óvenjulegt,
að laun fyrir handlöngun væru ákveðinn hundraðshluti af
launum skv. uppmælingartaxta múrara.
Ekki hefði heldur verið sérstaklega sýnt fram á, að
stefnanda hafi á neinn hátt verið gert ljóst, að framan-
greind kjör hans væru bundin þeim skilyrðum, að hand-
langarar tækju við sementi og sandi við húshlið.
Samkvæmt þessum forsendum var stefnukrafan tekin
til greina að öllu leyti.
Bæjarþingsd. Uppkv. 17. febrúar 1965.
Vinnusamningur. — Uppsögn. — Reynslutími.
Samkvæmt skýrslu stefnanda, HJ., voru málavextir
þeir, að hún hafi byrjað starf sem ritari í skrifstofu
stefnda í janúar 1959. 1 febrúar 1962 hafi hún verið búin
að fá vöðvabólgu i herðarnar vegna vélritunarstarfans.
Hafi hún leitað læknis, sem hafi ráðlagt henni að breyta
um vinnu. Vottorð frá lækninum dags. 15. febrúar hafi
hún lagt fyrir yfirmenn í skrifstofu stefnda. Var á það
fallizt af stefnda, að hún ynni í skrifstofunni aðeins eftir
hádegi eða frá kl. 13, til kl. 17. Hafi sú skipan haldizt
í mánuðina marz, apríl og mai þ. á, og hafi hún þá enn
Tímarit lögfræðinga
61