Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Side 11

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Side 11
á fiskveiðum á landgrunnsmiðum sínum, og skulu þau ákvæði því rakin hér i stuttu máli. I 1. gr. samningsins er orðuð sú mikilvæga skuldbind- ing, að öllum þjóðum skuli skylt að gera þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar kunna að vera til verndar lifrænum auðæfum hafsins. Um slíka þjóðréttarlega skyldu hafði ekki áður verið að ræða og því má segja, að með þessu ákvæði sé stórt spor stigið fram á við í fiskiverndarmál- um. Þá skal getið tveggja annarra merkustu atriða samn- ingsins. Hið fyrra er það, að öllum fiskveiðiríkjum er veittur réttur til þess að krefjast þess af öðrum ríkjum, sem fiskveiðar stunda á sömu slóðum, að þau hefji samn- inga til verndar þeim lífrænu auðæfum, sem nýtt eru með veiðumun. Neiti önnur riki, sem veiðar stunda, að hefja slíka samninga, getur upphafsríkið skotið ágrein- ingnum til sérstakrar dómnefndar og skal nefndin kveða upp úrskurð innan fimm mánaða frá því hún er skipuð. Grundvöllur úrskurðar hennar skal jafnan vera sá, að vísindalegar niðurstöður sýni nauðsyn verndarráðstaf- ana, þær ráðstafanir séu vel framkvæmanlegar og ekki vilhallar. Skulu ákvarðanir dómnefndarinnar vera bind- andi fyrir hlutaðeigandi ríki. Hér er með öðrum orðum opnuð leið fyrir ríki til þess að fá fram verndarráðstaf- anir, jafnvel gegn mótmælum annarra, sem stofninn veiða, ef unnt er að rökstyðja nauðsynina á aðgerð- unum. Annað merkasta atriði Genfarsamnings þessa er, að með honum eru sérréttindi og sérstaða strandríkisins í þessum efnum viðurkennd. Bera þau ákvæði vott þeirrar viðurkenningar, sem slíkum ríkjum var veitt með dómi Haagdómstólsins í máli Breta og Norðmanna 1951. 1 6. gr. samningsins er svo kveðið á, að strandríki hafi sér- stakra hagsmuna að gæta í því að viðhalda framleiðni lífrænna auðæfa hafsvæða þeirra, sem liggja að landhelgi þess. Getur strandríkið jafnan krafizt þess, að þau ríki, sem fiskveiðar stunda fyrir utan landhelgi þess, skuli Tímarit lögfræðinga 9

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.