Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1968, Side 43
Um Lögfræðingafélag Noregs o. fl. íslenzkir lögfræðingar hafa í ýmsum efnum verið á eftir ,,kollegum“ sínum á hinum Norðurlöndunum. Ekki rek- um við þó alltaf lestina. Yið eignuðumst allshcrjarsam- tök lögfræðinga (Lögfræðingafélag Islands) árið 1958, en Norðmenn komu slíkum félagsskap ekki á fyrr en 1966. Það var í maí 1966, sem Norge Juristforbund (Lög- fræðingafélag Noregs) var stofnað. Félagið er samtök norskra lögfræðinga og laganema. Tilgangur og markmið félagsins er í stórum dráttum hinn sami og Lögfræðinga- félag Islands. Um þetta fjallar 2. gr. laga Norges Jurist- forbund, en hún er svohljóðandi: „Foreningens formál er: 1) á samle Norges jurister til fremme av samarbeid og forstáelse mellom jurister, 2) á fremme standens faglige, sosiale og okonomiske interesser, 3) á hevde den juridiske utdannelses og forsknings betydning, 4) á arbeide i forstáelse med andre akademiske or- ganisasjoner i sporsmál av felles interesse, og 5) á representere medlemmene utad.“ Það er athyglisvert, að félagið nær einnig til laganema. Eins og kunnugt er geta laganemar ekki gerzt félagar í okkar félagi, Lögfræðingafélagi Islands. En í samþykkt- um þess segir, að heimila megi lögfræðistúdentum að- gang að félagsfundum, eftir því sem stjórn félagsins ákveður hverju sinni. Venja er, að auglýsa almenna fundi Tímarit lögfræðinga 41

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.