Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1968, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1968, Blaðsíða 23
1948 náðist hinsvegar með atkvæðum fulltrúa 48 þjóða fullt samkomulag um mannréttindayfirlýsinguna sjálfa. Sovétríkin, sem annars tóku mikinn þátt í meðferð máls- ins á þinginu, sátu þó hjá við atkvæðagreiðsluna, ásamt öðrum Austur-Evrópuríkjum: Eiga Sovétríkin þó þrátt fyrir andstæðar skoðanir á þessum málum, sinn þátt í efni margra ákvæða mannréttindayfirlýsingarinnar, eins og síðar skal að vikið. Hinsvegar náðist ekki á Parísarfund- inum, né heldur síðar, eins og áður segir, samkomulag um framkvæmd eða alþjóðlegt eftirlit mannréttinda og er enn unnið að því á vegum Sameinuðu þjóðanna, að ná samkomulagi um slíkt eftirlit. Vegna þeirra erfiðleika, sem á því hafa orðið, að koma á einhverskonar alþjóðlegu eftirliti með framkvæmd og virðingu fyrir mannréttindum, hafa og þær kenningar komið fram, að fylgjast megi með því, að ákvæði Mann- réttindayfirlýsingarinnar væru haldin, með ýmsum hætti öðrum, en beinu alþjóðlegu eftirliti. Komi þar t. d. til greina allskonar upplýsingastarfsemi um mannréttindi og hversu þau séu haldin í hinum ýmsu aðildarríkjum. Hefur það og verið orðað, að rétturinn til að fá upplýsingar um það, sem er að gerast í heiminum á þessu sviði, sé í raun réttri grundvallarmannréttindi út af fyrir sig. Að vita, hvað aðhafst er gegn mannréttindum sé skilyrði fyr- ir því, að hægt sé að halda þeim í heiðri. Mikilvægt sé, að útbreiða þekkingu á mannréttindum, svo að hverjum og einum sé ljóst, hvaða réttindi það raunverulega séu, sem hann á rétt til að njóta, svo og það, að ekki sé heldur þagað yfir brotum gegn mannréttindum, hvar eða hvenær, sem þau eiga sér stað. Það er eflaust með þessi eða svipuð sjónarmið í huga, m. a., sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum þann 12. desember 1963, að helga árið 1968, sem alþjóðlegt ár mannréttinda í heiminum og jafnframt að boða til alþjóðarráðstefnu um þessi mál. Með ályktun Allsherjarþingsins þann 20. desember 1965 Tímarit lögfræðinga 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.