Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1968, Blaðsíða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1968, Blaðsíða 47
nema að undangenginni athugun, svo sem nánar segir í VI. kafla laga nr. 53/1966. — Margsinnis hafa orðið deilur á opinberum vettvangi um fréttaflutning í útvarpi, tilhögun stjórnmálaumræðna þar og um upplestur á forystugreinum dagblaðanna, sem öll styðja tiltekna stjórnmálaflokka eins og kunnugt er. Minnir þetta á, að hljóðvarp og sjónvarp eru orðin áhrifamikil fjölmiðlun- artæki svo og á það, að vissar takmarkanir eru á tján- ingarfrelsi i landi okkar. Stjórnarskráin er með þeim hætti, að þessar takmarkanir mætti enn auka, án þess gegn henni væri brotið. En hér er hvergi nærri auðvelt um að bæta. Meðan til eru blöð, þar sem tiltölulega auð- velt er að koma á framfæri skoðunum um flest mál, kunnum við að vera sæmilega á vegi stödd. Þó er rétt að veita ýmsum atriðum athygli; atriðum, er til þessa hafa ekki leitt til vandamála, en gætu gert það. Hér má til nefna frelsi til að afla frétta, því að nú gæti Alþingi sjálfsagt bannað innflutning prentaðs máls, bannað að hlusta á útvarp og sett aðrar hömlur á fréttaöflun. Því er stundum haldið fram, að raunverulegt prenl- frelsí ríki ekki, fyrr en allir eigi þess jafnan kost að koma skoðunum sínum á framfæri á prenti og dreifa hinu prentaða orði til almennings. Efnt hefur verið ný- lega til opinberra mótmæla hér á landi og viðar og hafa þau beinzt að stórblöðum, sem mótmælendur hafa talið, að hefðu náð of miklum tökum á lesendum. Vissulega er vandamál, hvernig tjáningarfrelsið verði eflt og vernd- að, en líklega teljum við flest mestu skipta, að hið opin- bera hindri ekki með beinu banni, að prentað mál komi fyrir almenningssjónir. Hitt fær ekki samræmzt skoðunum okkar, að það sé skilyrði prentfrelsis, að hið opinbera skammti mönnum prentað mál til að tryggja jafnræði einhverra striðandi aðila, þvi siður, að hið opinbera sé skyldugt að sjá um útgáfu fyrir menn til að tryggja, að allar skoðanir komizt á framfæri. Það er hka frelsi, sem þarf að virða ,að menn megi sjálfir velja sér lesefni, og Tímarit lögfræðinga 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.