Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1968, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1968, Page 21
horfa til réttarstöðu einstaklingsins að þjóðarétti var svo sú, að hin ýmsu ríki neyddust beinlínis til þess að gera gangskör að því, að rannsaka, hvort innanríkislög- gjöf þeirra væri í fullu samræmi við alþjóðakröfur um lágmarksmannréttindi, en ■ þær lágmarkskröfur koma meðal annars fram í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindasáttmála Evrópu. Enda þótt þessar tvær mannréttindasamþykktir fjalli að mestu leyti um sama eða svipað efni, er þó sá regin munur á milli þessara tveggja yfirlýsinga eða samþvkkta, að hin fyrri er eingöngu stefnuyfirlýsing þeirra þjóða, er hana samþykktu, en hið síðari er í raun réttri alþjóða- milliríkjasamningur, sem þær þjóðir, er hann hafa sam- þykkt eru lagalega skyldar til að halda í heiðri og virða í einu og öllu. Auk þess eru í Mannréttindasáttmála Evrópu ákvæði um ákveðnar fastar stofnanir, sem sjá eiga um, að ákvæði sáttmálans séu haldin af viðkomandi ríkjum. Eru það Mannréttindanefnd Evrópu og Mannrétt- indadómstóll Evrópu. Ef gera skal nánari grein fyrir þess- um tveim mannréttindasamþykktum verður því ekki hjá því komizt að ræða þær hvora fyrir sig. (I) Eins og kunnugt er þá var Mannréttindasamþykkt Sameinuðu þjóðanna samþykkt á allsherjarþinginu, sem haldið var i París á árinu 1948. Það gefur að skilja að mikið undirbúningsstarf var unnið áður en uppkast að samþykkt þessari var lagt fyrir allsherjarþingið. Tók það nefnd þá, sem að þessari yfirlýsingu stóð, langan tima að ganga frá henni. Nefndin var i upphafi stofnuð af Fjár- hags- og félagsmálaráði Sameinuðu þjóðanna í febr. árið 1946 og i apríl sama ár lagði nefndin, undir forustu frú Eleanor Roosevelt fram tillögur sínar um störf og starfs- hætti. Nefndin var ennfremur skipuð fulltrúum frá Astralíu, Chile, Frakkl., Líbanon, Sovétríkjunum, Bretl. og Bandaríkjunum. Tók hún saman uppkast, sem rætt var í nefndinni og lagt var fyi-ir allsherjarþingið, sitt í hvoru Tímarit lögfræðinga 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.