Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Síða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Síða 16
á öllum sviðum þjóðfélagsins, á mikinn þátt í þeim mismuni, sem er á stöðu karla og kvenna. Norðurlöndin voru meðal fyrstu landa heims til að veita konum pólitísk réttindi til jafns við karla. Það var árangur norrænnar sam- vinnu, að sett voru, á árunum eftir fyrri heimsstyrjöld, lög á sviði sifjaréttar, sem byggðu á jafnræði hjónanna í búskapnum. Þetta jafn- réttissjónarmið setti spor sín á fleiri svið löggjafar, en þó því miður ekki á alla löggjöf. Það er tiltölulega stutt síðan farið var að ræða um það, hvort ekki væri rétt að setja almenn jafnréttislög. Menn voru komnir að þeirri niðurstöðu, að jafnrétti kvenna og full þátttaka þeirra í þjóðfélaginu er ekki eingöngu kvenréttindamál heldur almenn mann- réttindi. Á síðari árum hefur sú skoðun rutt sér rúms, að þjóðfélagið verði að leggja sitt af mörkum til að raunverulegt jafnrétti kynjanna náist. Margar alþjóðasamþykktir byggja á þessu sjónarmiði. Ég nefni hér Sáttmála Sameinuðu þjóðanna, Mannréttindayfirlýsingu S.Þ. frá 1948 og sáttmálann frá 1966, Evrópuráðssamning um verndun mannréttinda og mannfrelsis 1950, uppkast Kvennanefndar S.Þ. að samþykkt um afnám misréttis gegn konum, og Framkvæmdaáætlun S.Þ. frá 1975. Margar alþjóðastofnanir, eins og t.d. Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóða vinnumálastofnunin (ILO) og Menningarmálastofnun S.Þ. (UNESCO) hafa í samþykktum sínum lagt bann við mismunun kynjanna. Norðurlandaþjóðirnar hafa fullgilt margar þessara alþjóðasam- þykkta, og hafa með því skuldbundið sig til að útrýma mismunun kynjanna. Hafa nú verið sett á stofn stjórnvöld (jafnréttisráð) á öllum Norðurlöndum, sem vinna að jafnréttismálum. Guðrún Erlendsdóttir lektor flutti framsöguer- indi um efnið „Bor ligestilling mellem konnene fremmes gennem lovgivning?“ á 28. norræna lögfræðingaþinginu í Kaupmannahöfn 23. ágúst s.l. Efni þetta hefur verið á dagskrá á Norður- löndum um skeið. Verulegur ágreiningur varð á lögfræðingaþinginu um málið, einkum þá kenn- ingu Guðrúnar, að „jákvæð mismunun" ætti ekki rétt á sér. Umræðurnar um málið munu á sinum tíma birtast í þingtíðindum, en ástæða er til að gefa iesendum Tímarits lögfræðinga kost á að kynnast framsöguerindi Guðrúnar Erlendsdóttur í íslenskri gerð. 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.