Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Side 22

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Side 22
launakjör eru yfirleitt ákveðin í kjarasamningum milli aðila vinnu- markaðarins og er nú búið að afnema á Norðurlöndum sérstaka launa- stiga fyrir konur í þessum kjarasamningum. Þar sem venja er fyrir því, að aðilar vinnumarkaðarins leysi sjálfir með samningum mál, sem snerta laun og launakjör, þá getur sú spurn- ing vaknað, hvort rétt sé að leysa jafnréttisvandamál í atvinnulífinu með löggjöf. Því til stuðnings er hægt að benda á, að þegar er búið að setja löggjöf um mörg efni sem áður voru háð samkomulagi aðila, s.s. orlof, sjúkradagpeninga o.fl. Það er að miklu leyti undir aðilum vinnumarkaðarins sjálfum komið hve vel tekst til að afnema mismunun kynjanna í atvinnulífinu. En það liggur í augum uppi, að hafi jafnréttislög verið sett, þá mega samningar á því sviði, sem lögin gilda um, ekki vera andstæðir lögunum. Það er forsenda fyrir jafnrétti kynjanna í atvinnulífinu, að konur og karlar hafi sömu möguleika til atvinnu. í samræmi við þetta eru ákvæði í íslensku jafnréttislögunum. 1 2. gr. laganna stendur: „Konum og körlum skulu veittir jafnir möguleikar til atvinnu og menntunar og greidd jöfn laun fyrir jafn- verðmæt og sambærileg störf.“ 3. gr.: „Atvinnurekendum er óheimilt að mismuna starfsfólki eftir kynferði, og gildir það meðal annars hvað varðar ráðningu og skipun í starf, stöðuhækkun, stöðuheiti, uppsögn úr starfi, veitingu hvers konar hlunninda og almenn vinnuskilyrði." 4. gr. „Starf, sem auglýst er laust til umsóknar, skal standa opið jafnt konum sem körlum. 1 slíkri auglýsingu er óheimilt að gefa til kynna að fremur sé óskað starfsmanns af öðru kyni en hinu.“ Samsvarandi ákvæði eru í norsku og dönsku lögunum og frumvarpi að sænskum lögum. Starfsauglýsingar eru víðlesnar og gefa mynd af því hverra eigin- leika er krafist til að gegna ákveðnum störfum. Það er því mikilvægt að reynt sé að brjóta niður þessar hefðbundnu skoðanir um hlutverka- skiptingu kynjanna í atvinnulífinu. 1 íslensku lögunum er einnig bannað að birta nokkrar þær auglýs- ingar í orðum eða myndum, sem orðið geti öðru kyninu til minnkunar eða lítilsvirðingar. U pplýsingastarf semi. Eitt af þeim verkefnum, sem jafnréttisráð Norðurlanda eiga að sjá um er upplýsingamiðlun. Það er mikil þörf fyrir upplýsingastarfsemi 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.