Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Page 56

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Page 56
um úti á landi gerði sitt til að draga úr þeim mun, sem gæti virst í fljótu bragði á réttarfari á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Hallvarður sagði, að þessi aðstoð kæmi óbeint fram í auknum launa- kostnaði og útlögðu fé. Rannsóknarlögreglan hefði til dæmis um 10. október verið komin fram úr áætluðum málskostnaði. Stjórnvöld legðu hins vegar áherslu á þessa aðstoð, og ljóst væri, að bæjarfógetar og sýslumenn víða um land væru yfirhlaðnir störfum. Hann lét þess getið, að nokkuð væri um það, að rannsóknarlögreglu- menn utan af landi kæmu og heimsæktu rannsóknarlögreglu i'íkisins til að kynnast vinnubrögðum hennar. RANNSÓKNARLÖGREGLAN ÞEGAR OF FÁLIÐUÐ Er rannsóknarlögreglustjóri var inntur eftir því, hvaða þörf hann teldi á breytingum við embættið, taldi hann brýnast að taka réglugerð stofnunarinnar til endurskoðunar. Þetta verk væri nauðsynlegt að vinna fyrr en síðar. Hann kvaðst álíta, að embættið væri of fáliðað, sérstaklega hvað snerti rannsóknarlögreglumenn. Rannsókn umfangsmeiri mála bindi iðulega um langan tíma fjölda rannsóknarlögreglumanna, og væri því brýnt að fá fleiri að embættinu. Aðspurður sagði rannsóknarlögreglustjóri, að engin sérstök vanda- mál hefðu komið upp við það að koma embættinu á fót. Benti hann á, að aðdragandi að lagasetningu um rannsóknarlögreglu ríkisins hefði líka verið mun lengri en oft væri um lagasmíð. Umræða og undirbún- ingur hefði ekki aðeins átt sér stað á því þingi, er samþykkti frum- varpið. Réttarfarsnefndin, sem vann að gerð þess, hefði getað stuðst við vinnu fyrri réttarfarsnefnda. Myndir: Emilía Björnsdóttir og tæknideild Rannsóknarlögreglu ríkisins. 150

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.