Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Side 67

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Side 67
M Lögfræöingafélagl Islands FÉLAGSFUNDIR Hér fer á eftir stutt yfirlit yfir félagsfundi, sem hafa verið haldnir í Lögfræð- ingafélagi íslands á þessu ári. UPPLÝSINGAHEIMILDIR OG ÞAGNARSKYLDA SKATTYFIRVALDA Garðar Valdimarsson skattrannsóknarstjóri flutti erindi um ofangreint efni á fundi þann 5. apríl 1978. Fundurinn var haldinn í Lögbergi og var vel sóttur. Urðu allmiklar almennar umræður um fundarefnið að erindi Garðars loknu. FRUMVARP TIL LAGA UM TEKJUSKATT OG EIGNARSKATT Þann 3. maí 1978 var haldinn almennur félagsfundur í Lögfræðingafélagi islands, og flutti Árni Kolbeinsson deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu erindi um frumvarp til laga um tekjuskatt og eignarskatt, en frumvarp þetta var þá til meðferðar á Alþingi. Fundinn, sem haldinn var í Lögbergi, sóttu um 30 lögfræðingar og tóku margir til máls við almennar umræður um fundarefnið. VINNULÖGGJÖF — VERKFÖLL Laugardaginn 30. september 1978 hélt Lögfræðingafélag islands málþing um efnið „Vinnulöggjöf — verkföll" í félagsheimilinu Fólkvangi á Kjalarnesi. Eftir að þátttakendur höfðu gætt sér á morgunkaffi, setti formaður félagsins málþingið og skipaði Skúla J. Pálmason hrl. umræðustjóra. Fyrst var fjallað um, hverjar séu heimildir og hverjar takmarkanir á heimild- um verkfallsaðila til réttarvörslu í löglega boðuðum verkföllum. Höfðu þeir framsögu prófessor Sigurður Líndal og Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl. Ræður frummælendanna snerust einkum um, hverjir mættu vinna og hverjir ekki störf þeirra starfsmanna, sem eiga í löglega boðuðu verkfalli, en 18. gr. I. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur fjailar að nokkru um þetta atriði. Við almennar umræður um þetta efni tóku til máls þeir Már Pétursson hér- aðsdómari, Magnús Thoroddsen borgardómari, Páll S. Pálsson hrl., Jón Sig- 161

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.