Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Qupperneq 7

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Qupperneq 7
Jóhannes L.L. Helgason hrl Jóhannes L.L. Helgason IN MEMORIAM Hvarvetna þess er ég heyri skarpgreinds manns getið kemur nafn Jóhannesar L.L. Helgasonar í hugann. Hann var um margt sérstæður maður, skar sig úr fjöldanum, gjörvulegur og garpslegur, geðríkur og gáfaður, hnyttinn í orðræð- um, fyndinn og frjór í hugsun. Hann minnti mig oft á ólman fola sakir fjörs og ólgu í sálu og sinni. Persónuleiki Jóhannesar vakti með mönnum virðing á honum. Réði þar um bæði útlit og gáfur. Hann færði mikla persónu, eins og sagt er. I minni mínu er greypt skýr mynd af því er ég fyrst leit Jóhannes augum. Það mun hafa verið árið 1962 að hann sem nýbakaður lögfræðingur hóf störf hjá Vátryggingafélaginu hf., sem var til húsa á Klapparstíg 26 hér í borg, en í þessu sama húsi rak ég lögmannsstofu. Vakti hann athygli niína, er ég mætti honum í stigahúsinu, því að hann fór alla jafna mikinn, tók þrjár ef ekki fjórar tröppur í einu stökki, slíkur var starfsviljinn, vinnugleðin og ákefðin. Höfðu þeir hjá Vátryggingafélaginu hf. aldrei kynnst öðrum eins afkastamanni og Jóhannesi, þótti þeim hann eigi einhamur og var það að vonum. Þannig var hann alla tíð, vaskur og röskur til allra starfa, vildi láta hlutina ganga og var lítt í rónni fyrr en hann hafði lokið verkinu. Þetta er aðal athafnamanna, enda hafði ég á stundum orð á því við hann að ég hefði kosið að sjá hann stjórna stórfyrirtæki, þar hefðu þessar eigindir hans notið sín vel, en ég held að það hafi mátt einu gilda hvar hann hefði haslað sér starfsvöll, hann hefði leyst öll sín störf af hendi með stakri prýði, slíkir voru hæfileikar hans. Jóhannes Lárus Lynge Helgason fæddist 20. október 1937 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Dagmar Árnadóttir og Helgi Jóhannesson loftskeytamað- ur. Hann bar nafn föðurafa síns, séra Jóhannesar Lárusar Lynge Jóhannssonar á Kvennabrekku í Dölum vestur. Föðurætt Jóhannesar er kunn af gáfum, á innan sinna vébanda mikla námsgarpa, raunvísindamenn sem hugvísindamenn, svo og listamenn, einkum skáldmælta. Jóhannes fór ekki varhluta af þessum eigindum 133
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.