Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Síða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Síða 8
ættar sinnar. Hann var t.d. prýðilega hagorður, en fórfrekar dult með það, enda hygg ég að hann hafi lagt litla rækt við þenna hæfileika sinn. Jóhannes lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands árið 1956 og lögfræði- prófi 1962, hvoru tveggja með ágætum. Hann lauk einnig prófi loftskeytamanns 1956 og mun vera eini lögfræðingurinn sem hefir lokið slíku prófi. Hann hóf störf sem lögfræðingur hjá Vátryggingafélaginu hf. 1962, eins og áður getur, en vann þar skamma hríð, því að hann réðist til Háskóla íslands sem háskólaritari í byrjun árs 1963. Hann gegndi þessu starfi til haustsins 1971, er hann snéri sér alfarið að lögmannsstörfum, sem hann hafði þó sinnt nokkuð jafnframt starfi sínu hjá háskólanum. Einnig stundaði hann kennslustörf, bæði hjá Verslunarskóla íslands og viðskiptadeild háskólans, svo og um skeið hjá verkfræðideildinni. Hann kom víðar við á starfsævi sinni. Þannig sat hann í ríkisskattanefnd, matsnefnd eignarnámsbóta, lögskipuðum gerðardómum, prófdómari í lagadeildinni, lögfræðilegur ráðunautur háskólans og lögmaður, ef því var að skipta, setudómari í hæstarétti, enda var mjög til hans leitað sakir þess trausts sem hann ávann sér sem fær og afkastamikill kunnáttumaður á sínu sviði. Hann var mannblendinn, naut þess að samneyta fólki. Birtist þessi áhugi hans m.a. í því að hann átti sæti í stjórnum ýmissa félaga um lengri og skemmri tíma, svo sem í stjórn Lögfræðingafélags íslands, þar sem hann gegndi formannsstarfi, Stúdentafélags Reykjavíkur, þar sem hann var einnig formaður, Lögmannafé- lags íslands og í skólanefnd Verslunarskóla íslands. Málum þótti vel borgið, þar sem hann lagði hönd að verki. Jóhannes rak lögmannsstofu á árunum 1971 til 1977 í félagi við þrjá aðra lögmenn, en hann varð héraðsdómslögmaður árið 1962 og hæstaréttarlögmaður 1970. Lögmannsstörf sín leysti hann af hendi með miklum ágætum, var skjótráður og hollráður umbjóðendum sínum, enda studdist hann við ágætt lögvit og trausta dómgreind. Andstæðingum sínum í sviptingum lögmannanna utan réttar sem innan var hann velviljaður og sýndi þeim drenglyndi. Hann vissi mæta vel að gáfur án góðvildar eru ekki mikils virði í mannlegum samskiptum og breytti í samræmi við það. Árið 1977 tók hann við stöðu forstjóra Happdrættis Háskóla íslands og var í því starfi til dánardægurs. Hann kvæntist 1962 hinni mætustu konu, Önnu Björgvinsdóttur læknis Linnssonar og Kristínar Ólafsdóttur í Reykjavík. Hún er fulltrúi í forsætisráðu- neytinu. Þeim varð tveggja barna auðið, Helga lögmanns og Kristínar kennara. Jóhannes andaðist í Helsinki 15. september 1990. Hann hafði um árabil þjáðst af Parkinsonsveiki. Banameinið var hjartabilun. Með Jóhannesi er genginn einn glæstasti fulltrúi lögfræðingastéttarinnar, þar sem fór saman andlegur og líkamlegur gjörvileiki. Guðm. Ingvi Sigurðsson 134

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.