Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Síða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Síða 15
Lyfjatjónstryggingar í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð eru sérstakar vátryggingar, sem greiða bætur fyrir alvarlegt líkamstjón af völdum hættulegra eiginleika lyfja. Á íslensku mætti nefna þessar vátryggingar lyfjatjónstryggingar. Þær komust á með frjálsu samkomulagi árið 1978 í Svíþjóð (lákemedelsförsákringen)'’ og árið 1984 í Finnlandi (allmánna lákemedelsskadeförsákringen)6 7 8 og eru hliðstæðar sjúk- lingatryggingum þeim, sem áður er getið. Kostnað af lyfjatjónstryggingunni bera framleiðendur og innflytjendur lyfja með iðgjöldum, sem þeir greiða vátryggingafélögum, er annast vátrygginguna. Norska lyfjatjónstryggingin er lögboðin." Sjúklingatryggingar greiða almennt ekki tjón af völdum lyfja, sjá nánar kafla 3.3 hér á eftir. Ef sjúklingatryggingar eru starfræktar í landi, án þess að þar séu jafnframt lyfjatjónstryggingar, er hætta á að ýmsir tjónþolar geti orðið fyrir erfiðleikum, ef ekki tekst að sanna, hvort tjón verður rakið til lyfs eða sjálfrar læknismeðferðarinnar. Sjúklingatryggingar og lyfjatjónstryggingar eru liður í þeirri þróun, sem orðið hefur á Norðurlöndum utan Islands, að slysatryggingar og önnur hliðstæð bótaúrræði hafa á síðustu árum tekið í allríkum mæli við því hhitverki hins hefðbundna skaðabótaréttar að sjá mönnum fyrir bótum vegna líkamstjóns. 3. SJÚKLINGATRYGGING LAGA UM ALMANNATRYGGINGAR 3.1 Aðdragandi í lögum nr. 74/1989 um breytingu á lögum nr. 67/1971 um almannatryggingar (skammst. ATL) eru reglur um nýtt bótaúrræði vegna tjóns, sem sjúklingar verða fyrir sökum læknisaðgerða eða mistaka. Trygging þessi verður hér á eftir nefnd sjúklingatrygging að finnskri og sænskri fyrirmynd. Hinar nýju reglur eru í IV. kafla ATL, en hann fjallar um slysatryggingu. Fyrir lagabreytingu þessa tók slysatrygging almannatrygginga til slysa við vinnu, iðnnám, björgunarstörf, stjórn aflvéla og ökutækja, svo og til slysa við hvers konar íþróttaæfingar, íþróttasýningar og íþróttakeppni. í greinargerð, er fylgdi frumvarpi því, sem varð að lögum nr. 74/1989, segir m.a. svo: „Alkunna er að einstaklingar geta orðið fyrir heilsutjóni af aðgerðum lækna, ýmist vegna bótaskyldra mistaka eða vegna þess að aðgerð hefur ekki heppnast nógu vel þótt eigi sé um að ræða bótaskylt atvik, eða vegna mistaka heilbrigðisstétta. Slík tjón hafa einstaklingar yfirleitt orðið að bera sjálfir óbætt hingað til.“ 6. Sjá Oldertz. bls. 226 o. áfr. 7. Sjá Rchn, bls. 515 o. áfr. 8. Sjá „Lov om produktansvar 23. desember 1988 nr. 104." 141

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.