Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Page 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Page 17
skilningi taka slysatryggingar aðeins til skyndilegs utanaðkomandi atburðar, er veldur meiðslum á líkama þess, sem tryggður er, og gerist án vilja hans. Auk slysa í þessari merkingu tekur slysatrygging IV. kafla ATL til sjúkdóma, er stafa af skaðlegum áhrifum efna, geislaorku eða öðru hliðstæðu, sem ríkjandi eru í hæsta lagi fáeina daga, sbr. 4. mgr. 27. gr. ATL. Ljóst virðist af greinargerð með nefndu lagafrumvarpi, að til þess hefur verið ætlast, að sjúklingatrygging nái til fleiri tjónstilvika en þeirra, sem rakin verða til slyss í merkingu slysatryggingaréttar eða IV. kafla ATL. Sjúklingatrygging nær ekki tilgangi sínum, ef hún tekur aðeins til tjóns, sem rakið verður til skyndilegs utanaðkomandi atburðar, sem veldur meiðslum á líkama. Skilyrði greiðsluskyldu samkvæmt lögunum er, að orsök slyss sé lœknisaðgerð eða mistök starfsfólks á nánar tilteknum sjúkrastofnunum. Margs konar heilsu- tjón getur hlotist af þessum orsökum, án þess að verða rakið til slyss. Dæmi: (1) Sýklar, sem fyrir eru í líkama sjúklings, valda sýkingu í kjölfar skurðaðgerðar. (2) Sjúklingur hlýtur varanlega örorku, sem komast hefði mátt hjá, ef einkenni hefðu sést við sjúkdómsgreiningu. Ástæða þess að sjúkdómur greindist ekki var sú, að niðurstaða rannsóknar, sem fékkst með tækjum, var röng. Lækni eða öðrum starfsmönnum verður þó ekki kennt um hvernig fór. Samkvæmt reglum hinna nýju norrænu bótakerfa skal greiða bætur fyrir heilsutjón eins og það, sem nefnt er í dæmum þessum. Auk þess er almenna reglan sú, að norrænu kerfin greiða bætur vegna mistaka, sem valda sjúklingum tjóni, án tillits til þess, hvort tjónsatvik telst slys í áðurgreindri merkingu. Bótasvið íslensku laganna er því að þessu leyti mun þrengra en norrænu bótaúrræðanna. í íslensku lögunum eru engin sérstök ákvæði, senr takmarka bótarétt vegna tjóns, sem er óhjákvæmileg afleiðing nauðsynlegrar læknisaðgerðar eða sjúkdóms þess, er tjónþoli leitaði lækningar við. Eðlilegt virðist að skýra lögin svo, að bótaréttur nái ekki til slíkra afleiðinga. Nauðsynlegt hefði þó verið að kveða skýrt á um þetta, nr.a. vegna þess að erfið álitaefni geta komið upp. þegar heilsutjón verður bæði rakið til fyrra ástands sjúklings og læknisaðgerðarinnar sjálfrar. Hér má einnig geta þess, að í undantekningartilvikum má telja eðlilegt að greiða bætur vegna heilsutjóns, sem ekki er unnt að komast hjá, t.d. tjóns af rannsókn, sem gerð er til að greina sjúkdóm, og skaðlegar afleiðingar rannsókn- arinnar reynast óeðlilega miklar, þegar litið er til tilefnis rannsóknarinnar og heilsufars sjúklings fyrir meðferð. Norrænu sjúklingatryggingarnar greiða bætur vegna síðastnefndra tilvika, enda þótt tjón verði ekki rakið til mistaka eða annarra atvika, sem varða bótaskyldu eftir skaðabótareglum. Ekki leikur neinn vafi á því hvernig skýra ber það skilyrði íslensku laganna, að heilsutjón hafi orðið vegna mistaka starfsfólks. Hins vegar er skilyrðið um, að tjón hafi orðið vegna lœknisaðgerða öllu óákveðnara. Með hliðsjón af tilgangi 143

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.