Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Page 20

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Page 20
3.5 Fjármögnun kerfísins, bótaákvæði, endurkröfuréttur o.fl. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 74/1989 skal ákveða árlega í fjárlögum framlag til að standa straum af kostnaði við sjúklingatryggingu. Iðgjöld greiðast því ekki og eigi er gert ráð fyrir neinni flokkun áhættu. Tryggingin á að því leyti ekkert sameiginlegt með vátryggingum, sem fjármagnaðar eru með framlögum, sem fara eftir áhættu vátryggjanda. Um sjúklingatryggingu eru engin sérákvæði í lögunum önnur en 1. gr., sem áður var rakin. Þess vegna gilda þau ákvæði slysatryggingarkafla ATL, er fyrir voru við lagabreytinguna, um sjúklingatrygginguna eftir því, sem við getur áttl' Hér er einkum um að ræða bótaákvæði kaflans. Um það hvers kyns tjón fáist bætt, fjárhæð bóta til sjúklinga o.s.frv. fer samkvæmt þessu eftir sömu reglum og gilda um aðra hópa manna, sem slysatrygging ATL tekur til. Eru bætur því ekki ákveðnar eftir reglum skaðabótaréttar, eins og gerist í sjúklingatryggingum annars staðar á Norðurlöndum. Almennar reglur ATL taka að sjálfsögðu til sjúklingatryggingar eftir því, sem við á, sbr. einkum VI. kafla laganna. Hér skulu aðeins nefndar reglur 59. gr. ATL, sem veita almannatryggingum endurkröfurétt á hendur þeim, sem ber skaðabótaábyrgð á slysi. Ólíklegt er, að oft reyni á þessar endurkröfureglur, vegna þess að í flestum tilvikum myndi hinn skaðabótaskyldi vera stofnun í eigu hins opinbera eða starfsmaður hennar. Helst myndi koma til álita að endur- krefja aðila utan hins opinbera kerfis, t.d. sjúkrahús í eigu einkaaðila eða seljanda lyfs eða lækningatækis, sem skaðabótaskyldur er vegna heilsutjóns sjúklings. 4. LOKAORÐ Hér að framan var lýst í aðalatriðum rétti þeim, sem sjúklingar eiga samkvæmt slysatryggingarkafla ATL eftir að honum var breytt með lögunr nr. 74/1989. Einnig var bent á ýmis túlkunarvandkvæði og annmarka á hinurn nýju reglum. Akvæði laganna eru langt frá því að vera nógu ítarleg og auk þess ná reglurnar alls ekki þeim tilgangi, sem löggjafinn virðist hafa stefnt að með lagasetningunni. Virðist því vera ástæða til að endurskoða lögin. Reglur íslensku sjúklingatryggingarinnar veita tjónþola almennt minni bætur en hann myndi fá, ef hann ætti bótakröfu eftir reglum skaðabótaréttar. Eru þær einnig að því leyti ófullkomnari en bótaúrræðin, sem lýst er í 2. kafla. í þessari stuttu grein er ekki kostur að fjalla um rök með og móti því að taka upp sérstaka sjúklingatryggingu. Tafir vegna rannsókna á orsökum tjóns eru ein meginástæða gagnrýni á meðferð skaðabótamála gegn læknum. Sjúklingatrygg- 11. Ein breyting var gerð á almennum bótaákvæðum IV. kafla ATL með lögum nr. 74/1989. Hún er sú, að lágmark varanlegrar örorku, sem bætur greiðast fyrir, er lækkað úr 15% í 10%, sbr. 2. gr. laganna. 146

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.