Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Qupperneq 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Qupperneq 23
1. INNGANGUR Hönnun tölvuhugbúnaðar hefur verið í örum vexti á íslandi síðustu ár og fullnægir nú innanlandsmarkaði á tilteknum sviðum. Þrátt fyrir þetta hefur ekki farið mikið fyrir fræðilegum rannsóknum á lagareglum um vernd hugbúnaðar. Agreiningsmál hafa risið á þessu sviði en dómar hafa þó engir gengið sem skera úr því hvort og þá hverjar eða með hverjum hætti reglur hugverka- eða auðkennaréttar nái til hugbúnaðar. A Norðurlöndum og annars staðar í Evrópu, í Bandaríkjunum, Japanog víðar hefurundanfarin ár veriðí gangi mikil umræða um vernd tölvuhugbúnaðar, lög hafa verið sett um þetta efni og dómaframkvæmd verið að þróast. Sumarið 1988 sendi framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins frá sér skýrslu um þörf á lagabreytingum í höfundarétti vegna tækniþróunar þar sem m.a. var fjallað um hugbúnað. í framhaldi af því var í apríl 1989 birt frumvarp að tilskipun Evrópubandalagsins um vernd tölvuforrita, sem stuðla á að samræmingu reglna á þessu sviði í ríkjum Evrópubandalagsins. I greininni er gerð lauslega grein fyrir því að erlendis hafi höfundaréttur verið tekinn fram yfir aðrar réttarreglur sem leið til að vernda hugbúnað. Aðalefni greinarinnar er þó könnun á því hvaða skilyrði hugbúnaður þurfi að uppfylla til að fá þessa vernd, hvaða hlutar hans eða þættir séu verndaðir og hvenær þriðji aðili skerðir réttindi höfundar við hönnun nýs hugbúnaðar. Umfjöllun kafla 5 og 6 skarast að nokkru leyti en í fyrrnefnda kaflanum er ætlunin að kanna hvað sé verndað, í hinum síðarnefnda hvað síðari höfundur megi notfæra sér úr verki fyrri höfundar. í greininni er fjallað um lagasjónarmið varðandi þessi atriði á Norðurlöndum, í V-Þýskalandi og í Bandaríkjunum og hvaða niðurstaðna þau hafa leitt til. Reynt verður að gera grein fyrir því hvort á Norðurlöndunum megi búast við áhrifum frá dómaframkvæmd í hinum ríkjunum. 2. HUGTAKIÐ HUGBÚNAÐUR OG FERLI HUGBÚNAÐARGERÐAR' í grein þessari verður ekki gerð grein fyrir þeim fjölmörgu skilgreiningum á „hugbúnaði“ og „forriti“ sem finna má í fræðiritum. Hugtök þessi eru hvorki skýrð í íslenskum lögum né í höfundalögum hinna Norðurlandaþjóðanna.: 1. Prófessor Oddur Benediktsson var svo vinsamlegur að lesa greinina yfir. Kann ég honum bestu þakkir fyrir gagnlegar ábendingar varðandi tölvunarfræðileg atriði og orðanotkun. Varðandi val á íslenskum heitum á hugtökum tölvunarfræðinnar er að hluta stuðst við Tölvuorðasafn. 2. útg. 1986. Erlend heiti fylgja stundum til glöggvunar, yfirleitt ensk. nema betur þyki eiga við að nota heiti á öðrum tungumálum. 2. Skilgreiningu á „tölvuforriti" er að finna í 101. gr. bandarísku höfundalaganna. 149
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.