Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 30
vísbendingu um hvaða skilyrði verk þarf að uppfylla er ekki að finna í framangreindum lögum. I greinargerð með höfl. segir að í verki eigi að koma fram andleg sköpun sem sé ný og sjálfstæð. Tekið er fram að það sé tegund verks og heimfærsla þess undir listgrein en ekki mat á gæðum þess sem oftast komi til álita við framkvæmd höfundaréttar:7 Norrænir fræðimenn hafa lýst þessum skilyrðum þannig að verk þurfi að hafa einstaklingsbundin einkenni, við sköpun þurfi að hafa komið frant sjálfstæði og frumleiki. Lýsa má skilyrðunum þannig að ólíklegt sé að tveir höfundar hefðu getað skapað nákvæmlega hið sama óháð hvor öðrum. Bent hefur verið á að kröfur höfundaréttarins um að í verki felist eitthvað nýtt séu huglægar en einkaleyfisréttur setji hins vegar hlutlægar kröfur um nýnæmi uppfinningar? Fari svo ólíklega að tveir höfundar skapi samskonar verk veitir höfundaréttur- inn ekki forgangsvernd eins og einkaleyfisréttur, heldur eiga höfundarnir tveir hvor um sig höfundarétt yfir sínu verki. Hugtakið verkshæð, (á dönsku værkshöjde), er oft notað til að lýsa því að einstaklingsbundin einkenni þurfi að koma til í ákveðnum mæli. Hugtakið er fengið að láni úr einkaleyfisréttinum og á vei við á þeim sviðum höfundaréttarins þar sem sköpun birtist fyrst og fremst í formi verks svo sem nytjalist, verkum vísindalegs eðlis og einnig hugbúnaði. í þýskum rétti eru þessi sömu sjónarmið sett fram. Ulmer telur „individuali- tát“ einkenna hina persónulegu, andlegu sköpun („persönliche geistliche Schöpfung“) verndaðra verka. Það komi fram bæði í innihaldi og formi verks, aðallega í ímyndunarafli, þróun hugmynda, í lýsingu og í vali og skipulagi efnisf í bandarískum rétti kemur krafan um frumleika fram í 102. gr. a) sjálfs lagatextans („original work of authorship“). Þetta hefur verið skýrt þannig að nægilegt sé að höfundur sé ekki að afrita úr öðrum verkum og að hann leggi fram meira en lágmarkssköpun!" ítarlega umfjöllun um hugtakið „originality" er yfirleitt ekki að finna í bandarískum fræðiritum. Óhætt er að fullyrða að í norrænum rétti hafi dómstólar ekki gert strangar kröfur til einstaklingsbundinna einkenna. I sænskum hæstaréttardómi frá árinu 1948 var veitt höfundaréttarvernd á kerfi til að halda utan um lista frá seljendum járnvara, flokkunarkerfi fyrir listana og skrá yfir starfsgreinar og seljendur í hverri starfsgrein!1 Annars staðar á Norðurlöndum er dómaframkvæmd um nytjalist allríkuleg, einkum í Danmörku. í þessum dómum er iðulega beitt sjónarmiðum sem eru 27. Alþingistíðindi A 1971, bls. 1276. 28. Sjá t.d. Koktvedgaard, Lærebog..., bls. 54. 29. Ulmerbls. 132- 133. 30. Latman. bls. 29. 31. NJA 1948, bls 414, birtur í NIR 1949, bls. 129. 156
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.