Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Qupperneq 32

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Qupperneq 32
inni sé að ræða. Hin einstaklingsbundnu einkenni, frumleiki og sjálfstæði fá ekki eins ríka umfjöllun og í höfundarétti á Norðurlöndunum og í V-Þýskalandi. 5.3 Almenn sjónarmið um sjálfstæða andlega sköpun í hugbúnaðargerð Vegna eðlis hugbúnaðar er sú spurning áleitin hvort svigrúm til sjálfstæðrar andlegrar sköpunar sé á þessu sviði yfirleitt fyrir hendi. Sé svo vaknar spurning um í hve ríkum mæli og hvar í því ferli sem lýst var í kafla 2 sköpun eigi sér stað. Þegar rætt er um svigrúm hugbúnaðarhöfunda til sköpunar verður að líta til þess að til nútíma hugbúnaðar eru yfirleitt gerðar kröfur um ákveðna eiginleika. Þegar um er að ræða yfirgripsmikil hugbúnaðarverkefni eru þessar kröfur iðulega skýrari og strangari en ella. Oft er talið æskilegt að hugbúnað sé liægt að nota á sem flestar tegundir vélbúnaðar. Aðgengilegt þarf að vera fyrir aðra en þá sem hann hönnuðu að halda honum við, breyta, og þróa áfram. Stundum er stefnt að því að hugbúnaður taki upp sem minnst vinnsluminnisrými í vélbúnaði og að hann vinni verk á sem skemmstum tíma’5 Til að mæta þessum þörfum hefur hugbúnaðargerð þróast í það sem kallað hefur verið „software engineer- ing“. Menn eru ekki sammála um hvort þessi staðreynd leiði til aukins eða minnkaðs svigrúms til sjálfstæðrar sköpunar. Walters telur að því óhlutstæðara (meira „abstrakt") sem forrit er, þ.e. því nær algoritmanum, þeim mun hagkvæmara sé það. Það séu því færri möguleikar á að framkvæma verk þegar það þarf að vera unnið á besta mögulega hátt56 Að mínu mati er eðlilegra að taka undir með Ulmer og Kolle, sem eru á andstæðri skoðun. Þeir benda á að í hugtakinu „software engineering“ felist bæði reglur um hvernig skipuleggja skuli vinnu við hugbúnaðargerð og einnig aðferðir sem beitt er við hönnun hugbúnaðar. Hver vísindagrein beiti tilteknum reglum án þess að svigrúm til sköpunar sé útilokað. Við samningu bókmenntaverka sé einnig beitt ákveðnum reglum. Ulmer og Kolle telja að markmið „software engineering“ sé fremur að auka rúm fyrir sköpun en takmarka það!7 Þeirri skoðun að möguleikar fyrir einstaklingsbundna sköpun takmarkist af því að forrit stefni öll að því að finna bestu lausnina hefur ennfremur verið hafnað í Noregi? Möguleikar á því að sköpun geti komið fram strax í kröfugreiningu við ákvörðun þess sem forrit á að leysa af hendi, hvaða kröfur eru gerðar til þess o.s.frv. eru vafalaust fyrir hendii1' Kröfulýsing, sem inniheldur lýsingu á þessum atriðum, getur því notið verndar. 35. Sjá t.d. Ilzhöfer, bls. 333. 36. Walters, bls. 58 - 59. 37. Ulmer og Kolle, bls. 179 - 180. 38. Stensaasen, bls. 53. 39. Sammála þessu eru Moritz, bls. 26 og Ilzhöfer. bls. 339. 158
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.