Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Page 33
Hagkvæmni í vinnslu hugbúnaðar veltur að miklu leyti á því hvernig vandamál er greint niður í þætti og þeim raðað upp. Sköpun getur því einnig komið fram á stigi kerfishönnunar og teikningar, t.d. flæðirit og texti, sem lýsa þessari vinnu, geta notið verndar. í inngangi að frumvarpi að tilskipun Evrópubandalagsins um vernd tölvuforrita er gert ráð fyrir að til að kerfislýsingar geti notið verndar sem hluti forrits verði að vera unnt að skapa forrit eftir lýsingunum. Þó ekki sé unnt að skapa forrit eftir lýsingum er þar gert ráð fyrir að lýsingar geti notið verndar sem annars konar verki" Val upplýsinga, hvar í ferlinu setja á inn upplýsingar og hvernig á að tengja þær við aðrar upplýsingar, felur í sér ákvarðanir sem geta verið grundvöllur að sjálfstæðri sköpun. Þegar að því kemur að finna algoritma fyrir hina einstöku þætti er meiri vafi á ferðum. Aðstaðan getur verið sú að algoritmar fyrir tiltekna þætti séu almennt þekktir og notaðir fyrir slíka þætti. í því tilfelli þarf viðkomandi hönnuður ekki að leggja til neina sköpun. Finni hönnuður hins vegar nýjan algoritma sem framkvæmir tiltekið verk eða þætti í forriti hefur hann þar með innt af hendi andlega sköpuni' Sköpun varðandi val algoritma getur falist í að þekktum og nærliggjandi algoritmum er beitt á óvenjulega heildarlausn. Það frumlega við notkun algoritma getur einnig falist í að gera hann í fyrsta skipti nothæfan fyrir tölvuvinnslui2 I kafla 6 verður fjallað um það hvort einstakir algoritmar eða forritshlutar njóta verndar gegn því að vera notaðir í öðrum verkum. Við að umskrifa algoritma yfir á forritunarmál ræðst rúm fyrir sjálfstæða sköpun af þeim lýsingum sem hönnuðurfóreftir. Hafi lýsingart.d. verið ritaðar í formi stoðmáls er umritun yfir á frumforrit ekki fólgin í öðru en handavinnu. Við þá vinnu má notast við svokallaða forritasmiði (program generators) sem þýða lýsingarnar sjálfkrafa yfir á frumforrit. Bent hefur verið á að æskilegt sé að texti forrits sé læsilegur þannig að af honum megi auðveldlega ráða þær aðgerðir sem forrit á að framkvæma. Að taka tillit til þessa ásamt því að leggja áherslu á að nefna tegundir upplýsinga réttum nöfnum geti falið í sér sjálfstæða sköpunf' Hið fullbúna forrit nýtur verndar að því tilskildu að sköpun hafi komið fram á einhverju stigi hugbúnaðargerðarinnar. Hafi sköpun aðeins komið fram við kröfugreiningu eða kerfishönnun yrði litið á forritunina sem eintakagerð. Við þýðingu forrits yfir á vélarmál er ekki um neina sköpun að ræða þar sem, eins og áður segir, sú meðhöndlun fer fram með til þess gerðum forritum, þýðendum. 40. Official Journal of the European Communities, bls. 5. 41. Ilzhöfer, bls. 339. 42. Wittmer, bls. 123. 43. Ilzhöfer, bls. 339. Um ítarlega umfjöllun á möguleikum til sjálfstæðs vals við hönnun hugbúnaðar, sjá Wittmer, bls. 106 og áfr. 159

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.