Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Side 49

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Side 49
Pórður S. Gunnarsson lauk lagaprófifrá Háskóia íslands í júní 1975. Stundaði framhaldsnám við Oslóarháskóla 1981 á sviði löggjafar um óréttmœta viðskiptahœtti. Full- trúi hjá Eyjólfi Konráði Jóssyni hrl. og Hirti Torfasyni hrl. 1975-1980. Hefur rekið iögfræðiskrifstofu í Reykja- víksíðan 1980. Hdl. 1977oghrl. 1982. Stundakennari við viðskiptadeild Háskóla íslands 1977-1981. Þórður S. Gunnarsson: INNLAUSNARRÉTTUR EIGENDA SKÍRTEINA EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR 2. HUGTAKIÐ VERÐBRÉFASJÓÐUR 3. HLUTDEILDARSKÍRTEINI 4. INNLAUSNARRÉTTUR 1. INNGANGUR Hinn 15. apríl 1989 tóku gildi hér á landi lög nr. 20 frá 4. apríl 1989 um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði (hér eftir auðkennd sem VVL eða lögin). í lögunum er að finna ítarleg og mikilsverð lagaákvæði um svonefnda verðbréfa- miðlun, verðbréfafyrirtæki og verðbréfasjóði og atriði þeim tengd en eins og kunnugt er hefur verðbréfaviðskiptum utan innlánsstofnana, fyrir milligöngu verðbréfamiðlara og verðbréfafyrirtækj a, og verðbréfasj óðum vaxið m j ög fiskur um hrygg hér á landi á undanförnum árum ekki síst starfsemi verðbréfasjóða en þeir fóru fyrst að hasla sér völl hér á landi á árinu 1985. Hinn 1. júní 1990 námu heildareignir íslenskra verðbréfasjóða 11.550 milljónum króna og er ljóst að verðbréfasjóðir eru orðnir mjög mikilvægur þáttur á íslenskum fjárfestingar- og verðbréfamarkaði. Grein þessi, sem fjallar aðallega um innlausnarrétt eigenda svonefndra hlutdeildarskírteina, er að mestu samhljóða erindi sem höfundur flutti á fundi hjá Lögfræðingafélagi íslands hinn 4. apríl s.I. HLUTDEILDAR- 175

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.