Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 15
Þrátt fyrir framangreind meginsjónarmið og undantekningar um áhrif þjóð-
réttarlegra skuldbindinga við skýringu og beitingu landsréttar var það niður-
staða fræðimanna að fyrir lögtöku sáttmálans hefðu dómstólar beitt ákvæðum
hans (svo og öðrum reglum þjóðaréttar) með þeim hætti að því yrði ekki lýst
með hinum hefðbundnu og viðurkenndu túlkunar- og lrkindareglum heldur
væri rétt að tala um ákvæðin sem réttarheimild í dönskum rétti.12
Þegar talað var um réttarheimild í þessu samhengi í dönskum rétti var
skilgreiningin sú að þjóðréttarregla væri þáttur sem hefði áhrif á efni þeirrar
reglu sem beitt væri við úrlausn ágreinings, eða að röksemd, sem byggði á
þjóðréttarlegum reglum, hefði afgerandi áhrif á niðurstöðu í einstöku máli.13
Það var þannig í raun réttarheimildarhugtakið sem breyttist, til að mæta
breytingum í réttarframkvæmd.
Það er athyglisvert hversu mikil áhersla hefur verið lögð á réttarheim-
ildarsjónarmiðið í fræðilegri umræðu á Norðurlöndunum, eða sjónarmiðið um
bindandi gildi þjóðréttarreglna í landsrétti. Sjónarmið um gildi (validity) eru
í vildarréttarkenningum (pósitívisma) að jafnaði bundin við uppruna regln-
anna, eða heimildir þeirra í ákveðnu valdi (ríkisvaldi), og er þá réttarkerfíð
skilgreint með megináherslu á uppruna reglnanna. í raunhyggjunni (m.a.
skandinavísku raunhyggjunni) færðist gildisskilgreiningin að nokkru yfír á mat
á raunverulegum áhrifum eða beitingu relgnanna, þ.e. í öfgafyllstu útgáfum
raunhyggjunnar voru lög skilgreind sem þær reglur er dómstólamir beittu í
raun. Gildi réglna varð því slegið föstu með skírskotun til beitingar þeirra.
Bæði þessi sjónarmið, og reyndar einkum það síðarnefnda, má greina í þeirri
fræðilegu umræðu sem verið hefur á Norðurlöndum, þar sem lögmæti beit-
ingar þjóðréttarreglna í landsrétti er rökstutt með vísan til þess að reglunum
sé í raun beitt og skylda dómstólanna til að beita ákvæðum þjóðaréttar leidd
af þeirri staðreynd að dómstólarnir beiti ákvæðunum í raun.14
Að nokkru leyti fer Ragnar Aðalsteinsson þessa leið í áðurnefndri grein. í
niðurstöðum greinarinnar segir: „Af þessari greiningu hér að framan á dómi
12 S0ren Stenderup Jensen: „Folkeretten sora retskilde i dansk ret“, bls. 9 og 11. Um rétt ann-
arra Norðurlanda, þ.e. sænskan og norskan rétt hefur sami höfundur komist að þeirri niðurstöðu
að fyrir lögleiðingu sáttmálans hafi ákvæði hans verið orðin réttarheimild í landsrétti ríkjanna,
sjá Spren Stenderup Jensen: The European Convention on Human Rights in Scandinavian
law (1992).
13 Sbr. Spren Stenderup Jensen: „Folkeretten som retskilde...“, bls. 1 og Claus Gulmann:
„Folkeret som retskildc". Juridisk Grundbog (1), Kaupmannahöfn 1991, bls. 247.
14 Þriðja viðmið um gildi, sem ekki verður sagt að hafi átt mikinn hljómgrunn í rétti Norður-
landanna, er hugmyndafræðilegt (axiologískt) gildishugtak, þar sem það er notað sem viðmið
um gildi reglna. hvort þær samrýmast hugmyndafræðilegum, eða siðferðilegum meginreglum,
svo sem náttúruréttarkenningar eru yfirleitt dæmi um. Kenning, sem héldi því fram, að ekki
væri hægt að slá föstu gildi laga, með vísan til eins af þessum þremur viðmiðum, uppruna,
beitingar og meginreglna, heldur til allra í senn, er framandi íslenskri lagahefð og hugsun.
163