Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 69
ÚTKOMA LÖGFRÆÐINGATALS
Lögfræðingatal það sem út kom í október 1993 er hið sjötta í röðinni.
Aðdragandi þess var sá að stjóm Lögfræðingafélags íslands fól árið 1989
þeim Benedikt Blöndal hæstaréttardómara, Dögg Pálsdóttur skrifstofustjóra,
Garðari Gíslasyni hæstaréttardómara og Skúla Guðmundssyni skrifstofustjóra
að undirbúa útgáfu nýs lögfræðingatals. Þrjú hin síðasttöldu tóku formlega
sæti í ritnefnd árið 1991, en þá var Benedikt Blöndal látinn. Garðar Gíslason
var formaður nefndarinnar.
Gunnlaugur Haraldsson þjóðhátta- og fornleifafræðingur var ráðinn ritstjóri
verksins. Hin nýja útgáfa Lögfræðingatals er í fjómm bindum og era þrjú
þeirra þegar komin út, en hið fjórða kemur væntanlega út síðari hluta árs
1995. Það mun meðal annars hafa að geyma nafnaskrá, tilvísanaskrá, æviágrip
fjölmargra útlendra lögfræðinga af íslenskum ættum svo og æviskrár lög-
fræðinga, sem útskrifast hafa eftir útkomu fyrstu þriggja bindanna.
Hinn 30. október 1993 efndi stjórn Lögfræðingafélags íslands ásamt ritnefnd
og ritstjóra Lögfræðingatals til kaffisamsætis á Hótel Borg til þess að fagna
útgáfu hins nýja lögfræðingatals. Til þessa samsætis þótti sérstök ástæða til
að bjóða frú Olöfu Bjarnadóttur, ekkju Agnars Kl. Jónssonar, frú Guðrúnu
Karlsdóttur, ekkju Benedikts Blöndal, svo og þeim Sigurði Líndal prófessor
og Ragnari Aðalsteinssyni hrl. vegna tengsla þeirra fjórmenninganna við ritið
Frá vinstri: Sigurður Líndal prófessor, frú Guðrún Karlsdóttir, frú Ólöf Bjarnadóttir, Garðar
Gíslason hœstaréttardómari, Ragnar Aðalsteinsson hrl. og Gunnlaugur Haraldsson ritstjóri.
217