Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 52
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR í 14. gr. í samningi Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg réttindi og stjóm- málaleg réttindi (Stjórnartíðindi 10/1979 C-deild) segir m.a. í 1. mgr.: Allir menn skulu vera jafnir fyrir dómstólunum. Við ákvarðanir, er menn hafa verið bornir sökum um glæpsamlegt athæfi, eða er ákveða skal um réttindi og skyldur manna í dómsmáli, skulu allir menn njóta réttlátrar og opinberrar rannsóknar fyrir lögbærum, óháðum og óhlutdrægum dómstóli sem stofnaður er með lögum. Blaðamönnum og almenningi má banna að- gang að réttarhöldum með öllu eða að hluta þeirra vegna siðgæðis, allsherj- arreglu (ordre public) eða þjóðaröryggis í lýðfrjálsu þjóðfélagi, eða þegar hagsmunir einkalífs aðila krefjast þess, eða að svo miklu leyti sem dóm- stóllinn telur brýna nauðsyn bera til í sérstökum tilvikum þar sem vitneskja almennings mundi skaða réttarhagsmuni, en alla dóma uppkveðna í saka- málum eða í einkamálum skal kunngera opinberlega nema þar sem hags- munir ófullveðja manna krefjast annars eða réttarhöldin varða hjúskapar- deilur eða lögráð barna. í 4. mgr. 14. gr. segir: Sé um að ræða ófullveðja menn skal málsmeðferð vera slík að tekið sé tillit til aldurs þeirra og þeirrar viðleitni að stuðla að endurhæfingu þeirra. I bamasáttmálanum (Stjómartíðindi 18/1992 C-deild) segir í 12. gr.: Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska. Vegna þessa skal barni einkum veitt tækifæri til að tjá sig við hverja þá málsmeðferð fyrir dómi eða stjómvaldi sem bamið varðar, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu talsmanns eða viðeigandi stofnunar, á þann hátt sem samræmist reglum í lögum um málsmeðferð. í 40. gr. bamasáttmálans er fjallað um böm, sem eru grunuð um afbrot. Þar segir m.a., að þau megi ekki þvinga til skýrslugjafar. Hins vegar skal þeim heimilt að spyrja eða láta spyrja vitni, sem leidd eru gegn þeim. I þeim textum, sem nú hefur verið vitnað til, koma fram helstu hugmyndir um vitnaskýrslur, sem er að fínna í alþjóðasáttmálum. Orðalagið er nokkuð mismunandi, en hvergi er að finna ítarlegar reglur. Aðalatriðið er, að ákærðir menn hafa rétt til að kalla til vitni og koma fram með spurningar á sama hátt og ákærendur. Eitthvert tillit verður þó að taka til barna, sem eru eða geta verið vitni. 200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.