Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 67
væri rétt að fjalla um það. Þá gátu þrír hæstaréttardómarar, sem sammála
voru, ákveðið að dómur héraðsdóms skyldi gilda án þess að sérstakan rök-
stuðning þyrfti fyrir því áliti. Þessa meðferð á nú að flytja til lagmannsréttar.
Jafnframt því eiga öll opinber mál að byrja hjá héraðsdómstólunum, en áður
byrjuðu alvarlegustu sakamálin hjá lagmannsréttunum. Þau mál geta eftirleiðis
gengið beint frá héraðsdómstólunum til fullnaðarmeðferðar fyrir lagmannsrétti
án þess að hljóta bráðabirgðameðferð þá, sem áður fór fram hjá Kærunefnd
Hæstaréttar, sem nú hefur verið flutt til lagmannsréttar. Opinberum málum
verður aðeins skotið til Hæstaréttar með leyfí réttarins. Hæstiréttur verður
þannig eftirleiðis alltaf þriðja dómstig í opinberum málum. Þessar breytingar
eiga að létta vinnuálagi af Hæstarétti Noregs, en jafnframt á að fjölga dóm-
urum við lagmannsréttina. Héraðsdómstóll á eftirleiðis að vera skipaður einum
löglærðum dómara og tveimur leikmönnum við meðferð opinberra mála. Mál
þar sem brot er játað verður þó dæmt af einum löglærðum dómara.
Finnsku breytingamar eru aðallega fólgnar í því að koma á einingu milli
saksóknaraembætta og hafa ekki mikla þýðingu fyrir okkur.
Síðasta daginn voru svo umræður um hverja skuli skipa dómara, bakgrunn
þeirra, menntun og starfsreynslu. Stefán Már Stefánsson tók þátt í framsögu
um þetta efni. Fram kom við umræðurnar að nefnd undir forsæti forseta
Hæstaréttar Finnlands mun einhvern næstu daga skila áliti um þetta efni og
nefnd undir forsæti forseta Hæstaréttar Danmerkur er að störfum um sama
efni. í Svíþjóð og Finnlandi ganga menn í þjónustu dómstólanna ungir og er
þeim mörkuð nokkuð ákveðin braut í dómstólakerfinu, sem á að hafa aflað
þeim reynslu, svo að þeir verði hæfir dómarar þegar að því kemur að þeir fái
fast dómaraembætti. Kerfíð hefur sína kosti og galla. Kostirnir eru að
dómaraefnin fá yfírgripsmikla reynslu innan dómstólanna en gallar kerfisins
birtast í fremur lokuðu kerfi. Menn verða nokkuð sjálfkrafa dómarar, erfitt
reynist hins vegar að skipta þeim út vilji þeir það ekki og erfitt reynist að fá
menn inn sem hafa reynslu af öðrum sviðum sem geta gagnast dómstólum.
Svíar hafa gert margar skýrslur um þetta efni og Per Henrik Lindblom
prófessor, sem talaði fyrir þeirra hönd, lagði áherslu á að hér þyrfti að gæta
margra atriða. Skilgreina þyrfti réttarríkið sjálft, að hverju væri stefnt, en
sérstaka áherslu lagði hann á sjálfstæði dómaranna og hvemig það yrði best
tryggt.
í Noregi vill verða erfitt að fá hæfa dómara vegna samkeppninnar um góða
lögfræðinga við lögmannsskrifstofurnar og stór einkafyrirtæki sem bjóða há
laun hæfu fólki. Flestir sem verða dómarar hafa verið dómarafulltrúar í tvö
ár, en hafa síðan ráðist til lögreglustjóraembætta og til ráðuneyta. Nokkuð
hefur borið á þeirri gagnrýni í Noregi að dómarar komi úr ráðuneytum og
því megi efast um að þeir séu óháðir stjórnvöldum.
í Danmörku hafa flestir dómarar verið annað hvort dómarafulltrúar til að
byrja með eða fulltrúar í dómsmálaráðuneytinu með starfsskyldur einnig hjá
dómstólum og ákæruvaldi. Það hefur verið gagnrýnt í Danmörku að flestir
215