Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 39
Samkvæmt 2. gr. stjómarskrárinnar fara dómendur með dómsvaldið. í því hlutverki felst meðal annars að ákvarða mönnum refsivist vegna ólögmætrar hegðunar, og eru ekki aðrir handhafar rikisvalds bærir til þess. Er það grundvallarregla íslensks réttar, sem meðal annars á sér stoð í 65. gr. stjórnarskrárinnar, að enginn verður sviptur frelsi sínu nema úrskurður dómara komi til. Jafnframt verður málsmeðferðin, sem leiðir til þess úrskurðar, að uppfylla ákveðin skilyrði, sem nú koma aðallega fram í lögum nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, en á þeim tíma er um getur í málinu í lögum nr. 74/1974 um sama efni. Ákvæði 26. gr. laga nr. 48/1988, er lengdi refsivist og fékk forstöðumönnum fangelsa ákvörðunarvald þar um, var því í andstöðu við framangreind ákvæði stjórnarskrár. Áfrýjandi sætti samkvæmt framansögðu ólögmætri frelsisskerðingu umfram dæmda refsivist og á þegar af þeirri ástæðu rétt til bóta úr ríkissjóði.... Eins og hér háttar til þykir hinn skammi fymingarfrestur 157. gr. þágildandi laga um meðferð opinberra mála ekki eiga við. Með sama hætti og héraðsdómur er framsækinn, með því að vísa beinlínis til ákvæða mannréttindasáttmálans um niðurstöðu, á þeim tíma er sáttmálinn hafði ekki verið lögtekinn og fræðileg óvissa var um þýðingu hans í landsrétti - má segja að úrlausn Hæstaréttar sé mjög meðvituð í því að vísa ekki til ákvæða mannréttindasáttmálans, á þeim tíma er lög nr. 62/1994 höfðu verið samþykkt, en fyrir gildistöku þeirra. Á þessu stigi er óvíst hvert framhaldið verður: hvort dómstólar velja þá leið að blása lífi í ákvæði stjómarskrárinnar, eins og virðist gert ráð fyrir í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 62/1994 (og þá, eins og ég hef reynt að sýna fram á hér, að nokkru með bundnar hendur af réttarframkvæmd stofnana Evrópuráðsins), eða hvort dómstólar velja þá leið að rökstyðja úrlausnir sínar með vísan til þjóðréttarlegra skuld- bindinga ríkisins, og ákvæða mannréttindasáttmálans, eftir atvikum með leið- beiningum til löggjafans um nauðsynlegar lagabreytingar. Hvert sem fram- haldið verður, er það mikilvægt að fram komi í úrlausnum dómstóla, rök- stuðningur fyrir niðurstöðu, þannig að til leiðbeiningar sé fyrir þá sem leita réttar síns fyrir dómstólunum - einkum að rökstutt sé, hvaða þýðingu rök- dómi að taka til rækilegrar athugunar, hvort nægileg rök séu til að setja skilyrði um aldurshámark manna, sem leyfi hafa til leiguaksturs fólksbifreiða á svæðum, þar sem fjöldatakmarkanir gilda, en ekki annarra atvinnubifreiðastjóra. í þvi samhengi ætti að taka til sérstakrar athugunar stöðu þeirra manna, er fengið hafa án fyrirvara og nýtt átölulaust í framkvæmd svonefnd „útgerðarleyfi“ þar sem meðal annars verður ekki séð, að í slíkum tilvikum verði í sama mæli byggt á þeim öryggis- og þjónustusjónarmiðum, sem vikið er að í nefndum hæstaréttardómi“. Svo sem fram kemur f áliti umboðsmanns, er það fyrst og fremst í verkahring löggjafans að taka afstöðu til flókinna álitaefna sem þessara, sem varða mikilvæga hagsmuni manna, og hvílir sú ábyrgð á löggjafanum að vanda til lagasetningar, þar sem reynir á grundvallarréttindi þegnanna. Hér er um flókin álitaefni að ræða og er óraunhæft að ætlast til þess að stjóm- sýsluhafar geti við úrlausn einstaks máls brugðist við kröfum og sjónarmiðum sem byggja á því að brotið sé gegn mannréttindavernd - ef skýr lagaheimild mælir fyrir um niðurstöðu málsins. Mikilvægi þess að við lagasetningu sé gætt að þeim skuldbindingum sem leiða af ákvæðum mannréttindasáttmálans verður því ekki ítrekað um of - og er að því er best verður séð vanrækt í áliti nefndar þeirrar er samdi greinargerð með frumvarpi til laga nr. 62/1994. 187
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.