Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 28
með lögunum sé stefnt að lögmætu markmiði, en þau lögmætu markmið, sem til greina koma, eru m.a. talin í 2. mgr. 8.-11. gr. sáttmálans. Það er því í flestum tilvikum að málsúrslit velta á síðastgreinda viðmiðinu, um það hvort sú takmörkun sem mælt er fyrir í lögum og stefnir að lögmætu marki, sé nauðsynleg í lýðræðissamfélagi. Augljóst er að þarna reynir á mjög matskennd atriði og við þetta mat beitir dómstóllinn hinni svokölluðu meðalhófsreglu (e. principle of proportionality), sem byggist á því að ekki sé gengið lengra í aðgerðum en nauðsynlegt er til að markmiði því sem að er stefnt verði náð. Þá reynir hér mjög á valdmörk dómstólsins gagnvart stofnunum ríkisins, þ.e. hversu langt dómstóllinn gengur í mati sínu á sjónarmiðum aðildarríkis um nauðsyn aðgerða. Út frá sjónarmiðum um réttaröryggi og nauðsyn þess að lög séu skýr og fyrirsjáanleg má e.t.v. gagnrýna aðferðir mannréttindadómstólsins við úrlausn mála sem þessara, en það getur verið erfitt að greina röksemdir dómstólsins þar sem vegin eru og metin annars vegar sjónarmið sem réttlæta takmarkanir á mannréttindum og hins vegar grunnsjónarmið sáttmálans um vernd einstak- lingsréttinda. Getur niðurstaðan oltið á hárfínum matsatriðum og er oft erfitt að draga almennar ályktanir af þeim rökum sem ráða niðurstöðu í hverju máli um sig.41 Þessari gagnrýni, sem enn má rekja til sjónarmiða vildarréttarins um nauðsyn rökbundinnar og fastmótaðrar beitingar réttarreglna, helst með beinni afleiðslu, hefur hins vegar verið svarað með vísan til nýrri kenninga um röksemdafærslu, þar sem flókin og margþætt álitaefni eru til úrlausnar, og bent á að sú margræðni og sá sveigjanleiki sem greina megi í röksemda- færslu mannréttindadómstólsins - þar sem beitt er teygjanlegum hugtökum og viðmiðum og leitast við að finna jafnvægi stríðandi sjónarmiða - tryggi í raun eðlilega beitingu ákvæða sáttmálans.42 4. LÖGSKÝRINGARSJÓNARMIÐ í LANDSRÉTTI OG SKÝRINGAR- SJÓNARMH) \ I1) BEITINGU MANNRÉTTINDASÁTTMÁLA EVRÓPU 4.1 Lögskýringarsjónarmið við beitingu mannréttindasáttmálans Þótt mikið hafi verið ritað um ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og grundvallarréttindi sem sáttmálinn vemdar, svo og réttarframkvæmd stofnana Evrópuráðsins, verður ekki sagt að grein hafi verið gerð fyrir aðferðafræði eða túlkunar- og lögskýringarsjónarmiðum manréttindanefndarinnar eða 41 Sjá t.d. sératkvæði Garðars Gíslasonar í máli Þorgeirs Þorgeirssonar gegn íslandi og dóm mannréttindadómstólsins í málinu Barfod gegn Dunniörku (dómur 22. febrúar 1989) Series A vol. 149. 42 Francois Ost: „The Original Canons of Interpretation of the European Court of Human Rights". The European Convention for the Protetcion of Human Rights: Internationai Protection Versus National Restrictions (Mireille Delmas-Marty ritstj.) Martinus Nijhoff Publishers, 1992, bls. 311-312. Sjá nánar í kafla 4.3.3. 176
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.