Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 55
það efni, sem hér er til meðferðar, þ.e. sönnunarfærslu í málum vegna kyn-
ferðisbrota gagnvart bömum. í stuttu máli má segja, að mannréttinda-
dómstóllinn hafi ekki viljað fallast á, að mál af þessu tagi réttlæti vegna
eðlis síns frávik frá hinum almennu grundvallarreglum, sem settar eru
til öryggis ákærðum. Um fyrra atriðið, smábrot, má vitna í dóm frá 19. des-
ember 1990 í málinu Delta gegn Frakklandi. Um fíkniefnamál skal bent á
málin Kostovski gegn Hollandi (20. nóvember 1989), Windisch gegn Austur-
ríki (27. september 1990), Liidi pegn Sviss (15. júní 1992) og Saidi gegn
Frakklandi (20. september 1993). I síðastgreinda dómnum segir m.a. (44. gr.):
Þó var það svo, að kærandinn gat hvorki á rannsóknarstigi né við dóms-
meðferðina spurt vitni, sem þýðingu höfðu, eða látið spyrja þau. Ekki var
um neitt andmót (confrontation) að ræða og því naut hann með vissum hætti
ekki réttlátrar málsmeðferðar. Dómstóllinn gerir sér vel ljóst, að ekki verður
á móti því mælt, að baráttan gegn fíkniefnaverslun er erfiðleikum bundin,
sérstaklega að því er varðar það að afla og setja fram sönnunargögn, og að
ffkniefnavandinn er þjóðfélagsböl. Tillit til þessa getur ekki réttlætt í þessum
mæli að skertur sé réttur til að bera fram vamir, sem veittur er hverjum
þeim, „sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi“.
í stuttu máli: Brotið hefur verið gegn 6. gr. 1. mgr. og 3. mgr. d.
Mannréttindadómstóllinn hefur tekið afstöðu til ýmissa einstakra atriða, sem
hér geta skipt máli. Þannig var sagt í máli Barbera o.fl. gegn Spáni (dómur
6. desember 1988), að ýmsir ágallar, sem hver um sig hefði ekki talist brot,
geti gert það allir saman.
í nokkrum málum frá Svíþjóð hefur verið fjallað um sönnunaraðstöðu á
áfrýjunarstigi. í Ekbatani málinu (dómur 26. maí 1988) var talið, að hofrétt-
urinn hefði þurft að taka afstöðu til atriða, sem ekki var unnt að meta nema
eftir milliliðalausa sönnunarfærslu. Ákærði átti því rétt til munnlegrar máls-
meðferðar á áfrýjunarstigi eftir 6. gr. og um brot á 1. mgr. var að ræða. í
máli Jan-Áke Andersson (dómur frá 29. október 1991) varð niðurstaðan önnur,
þar sem ekki voru í málinu ágreiningsatriði varðandi atvik eða lög, sem ekki
mátti skera úr á grundvelli hinna skriflegu dómsgerða. Þá var tekið fram, að
um smámál væri að tefla.
í máli Schuler-Zgraggen gegn Sviss (dómur 24. júní 1993) sagði, að máls-
aðili geti samþykkt að ekki verði munnlegur málflutningur, en það samþykki
þurfi að vera glöggt og í samræmi við almenna hagsmuni. Heimilt er að tak-
marka aðgang að málsskjölum á grundvelli heildarmats sbr. dómana í málum
Edwards gegn Bretlandi frá 16. desember 1992 og Kremzov gegn Austurríki
frá 21. september 1993.
í dómi sínum í máli Imbrioscia gegn Sviss frá 24. nóvember 1993 fjallaði
mannréttindadómstóllinn um skyldu til að virða kröfur 6. gr. við lögreglu-
rannsókn. Sagt var (í 36. gr. dómsins) að aðaltilgangur 6. greinar væri að
203