Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 33
4.3. Önnur skýringarsjónarmið í réttarframkvæmd Mannréttindadóm- stóls Evrópu 4.3.1 Sjáifstæð skýring (autonomous interpretation) Mikilvægt skýringarsjónarmið við beitingu Mannréttindasáttmála Evrópu, sem ekki verða fundnar leiðbeiningar um í Vínarsáttmálanum er sjálfstæð skýring á ákvæðum sáttmálans (e. autonomous interpretation). Þetta skýringarsjónarmið felur í sér að við skýringu á hugtökum sáttmálans er ekki byggt á merkingu þeiira í aðildarríkjum sáttmálans, heldur slær dómstóllinn fastri merkingu hug- takanna með eigin lögskýringu á ákvæðum sáttmálans. Sem dæmi má nefna ákvæði 6. gr. sáttmálans, um að leiki vafi á um réttindi þegns og skyldur eða sé hann borinn sökum um glæpsamlegt athæfi skuli hann njóta réttlátrar og opinberrar rannsóknar innan hæfilegs tíma, fyrir óháðum, óhlutdrægum, lögmælt- um dómstóli. Mikið af túlkunarstarfi mannréttindadómstólsins hefur snúist um að skýra hugtökin „réttindi þegns og skyldur" (e. civil rights) og „glæpsamlegt athæfi" (e. criminal charge) og hefur við þá skýringu verið miðað við að merking hugtaka og flokkun réttinda í viðkomandi aðildarlandi hafi þýðingu, en þó ekki afgerandi þýðingu. Þar komi aðallega til eigið mat dómstólsins á eðli þeirra réttinda sem til umijöllunar eru og sjónarmið um að sú vemd sem að er stefnt með ákvæðum sáttmálans nái tilgangi sínum. 4.3.2 Samanburðarskýring (comparative interpretation) Við skýringu á hugtökum og ákvæðum mannréttindasáttmálans hefur mátt greina áherslu sem kalla má „samanburðarskýringu“ (e. comparative interpre- tation) og felst í því, að leitast er við að ákvarða merkingu orðs eða ákvæðis með vísan til þess hvemig viðkomandi orð eða ákvæði er túlkað í fleiri en einu aðildarríki sáttmálans, eða meirihluta aðildarríkja. Þannig er leitast við að finna evrópskan samnefnara sem miða megi við við túlkun sáttmálans. Að nokkru mai'ki má segja, að stofnanir Evrópuráðsins vísi til slíks meirihluta- skilnings um lögmæti lögskýringar sinnar, enda styðst það sjónarmið við formála sáttmálans og þann tilgang hans að ríkin sameinist um þá mannréttindavemd sem í ákvæðum sáttmálans felst. Hins vegar má gagnrýna þetta lögskýringar- sjónarmið, sem slfkt, annars vegar vegna þess hversu formlegt það er, þ.e. hvað það tekur lítið mið af efnisinntaki ákvæðisins sjálfs, og hins vegar vegna þess hversu óákveðið og ómarkvisst það er, en „samanburðarskýring“ byggist að jafnaði ekki á ítarlegum samanburðarrannsóknum á rétti allra aðildarrfkja. Þetta viðmið býður þannig heim þeirri hættu að miðað sé við réttarástand eða túlkun í meirihluta ríkja, eða jafnvel að „samnefnarahugmyndin“ sé útfærð þannig, að „besta lausnin" sé valin sem viðmið. Fyrri lausnina má gagnrýna út frá því sjónarmiði, að það sem ræður ríkjum í meirihluta ríkja sé ekki nauðsynlega til þess fallið að tryggja sem besta vemd mannréttinda; síðari lausnina má gagnrýna með þeirri einföldu, en mikilvægu spumingu, hvað sé „besta lausnirí4 og hvemig slík lausn verði fundin með öruggum og hlutlægum hætti. 181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.