Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 16
Hæstaréttar verður aðeins ein ályktun dregin og hún er sú, að ákvæði alþjóð-
legra mannréttindasamninga, sem ísland hefur fullgilt, séu nú hluti lands-
réttar...“.15 Ragnar Aðalsteinsson notar þó ekki hugtakið „réttarheimild“, en
skýrir stefnubreytingu Hæstaréttar þannig að ljóst hafi verið að fordæming
þjóðasamfélagsins blasti við nema sú afstaða væri tekin „að láta dualismann
lönd og leið...“.
í dómi Hæstaréttar í Hrd. 1990 2, eru talin rök fyrir þeirri niðurstöðu að
fulltrúa sýslumanns hafi borið að víkja sæti í málinu, eins og skýra yrði 7.
tl. 36. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 2. mgr. 15. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð
opinberra mála. Eins og bent hefur verið á höfðu réttarheimildir ekki breyst
þannig að áhrif gæti haft á lögskýringu þessara ákvæða samkvæmt almennum
sjónarmiðum16 og einsdæmi er að svo stöðugri og fastbundinni réttarfram-
kvæmd, eins og hér var um að ræða, sé breytt með lögskýringu - að óbreyttum
réttarheimildum.17 Enda þótt ekki verði fallist á allar þær ályktanir sem Ragnar
Aðalsteinsson dró af dómi Hæstaréttar í málinu eru það ótvírætt þau atriði
sem lúta að mannréttindasáttmálanum og túlkun hans sem úrslitum réðu í
dómi Hæstaréttar og eru rökin þar talin; - að Island hafi að þjóðarétti skuld-
bundið sig til að virða Mannréttindasáttmála Evrópu, - að Mannréttindanefnd
Evrópu hafi einróma ályktað að málsmeðferðin í máli Jóns Kristinssonar hafi
ekki verið í samræmi við 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans og - að fallast
verði á það með Mannréttindanefnd Evrópu að almennt verði ekki talin næg
trygging fyrir óhlutdrægni í dómstörfum þegar sami maður vinnur bæði að
þeim og lögreglustjórn. Rök þessi eru ekki hefðbundin rök við lögskýringu;
samkvæmt hefðbundnum sjónarmiðum í íslenskum rétti er ákvæði mann-
réttindasáttmálans ekki beitt sem réttarheimild í málinu; þó eru það þessi rök
sem leiddu til þeirrar niðurstöðu, að ákvæði um sérstakt hæfi skyldi nú skýra
með þeim hætti að ekki færi í bága við ákvæði 6. gr. mannréttindasáttmálans
um rétt manna til að hljóta málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dóm-
stóli.
2.2.2 Breyttar fræðikenningar
Af þeirri þróun sem hefur orðið í beitingu ákvæða mannréttindasáttmálans
í landsrétti ríkja sem byggja á tvíeðli réttarins hefur sú fræðilega ályktun
verið dregin að beiting sjónarmiða um tvíeðli réttarins - til hins ítrasta - sam-
rýmist ekki lengur lagalegum raunveruleika.18 í Danmörku hefur verið talað
15 Ragnar Aðalsteinsson: „Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar..", bls. 22.
16 Ragnar Aðalsteinsson: „Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar...", bls. 21 o. áfr.
17 Páll Hreinsson: „Sérstakt hæfi dómara", bls. 240.
18 Sjá Rudolf Bernhardt: „The Convention and Domestic Law“. The European System for
the Protection of Human Rights (R. St. J. Macdonald, F. Matscher og H. Petzold ritstj.)
Martinus Nijhoff Publishers, 1993, bls. 30.
164