Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 16
Hæstaréttar verður aðeins ein ályktun dregin og hún er sú, að ákvæði alþjóð- legra mannréttindasamninga, sem ísland hefur fullgilt, séu nú hluti lands- réttar...“.15 Ragnar Aðalsteinsson notar þó ekki hugtakið „réttarheimild“, en skýrir stefnubreytingu Hæstaréttar þannig að ljóst hafi verið að fordæming þjóðasamfélagsins blasti við nema sú afstaða væri tekin „að láta dualismann lönd og leið...“. í dómi Hæstaréttar í Hrd. 1990 2, eru talin rök fyrir þeirri niðurstöðu að fulltrúa sýslumanns hafi borið að víkja sæti í málinu, eins og skýra yrði 7. tl. 36. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 2. mgr. 15. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála. Eins og bent hefur verið á höfðu réttarheimildir ekki breyst þannig að áhrif gæti haft á lögskýringu þessara ákvæða samkvæmt almennum sjónarmiðum16 og einsdæmi er að svo stöðugri og fastbundinni réttarfram- kvæmd, eins og hér var um að ræða, sé breytt með lögskýringu - að óbreyttum réttarheimildum.17 Enda þótt ekki verði fallist á allar þær ályktanir sem Ragnar Aðalsteinsson dró af dómi Hæstaréttar í málinu eru það ótvírætt þau atriði sem lúta að mannréttindasáttmálanum og túlkun hans sem úrslitum réðu í dómi Hæstaréttar og eru rökin þar talin; - að Island hafi að þjóðarétti skuld- bundið sig til að virða Mannréttindasáttmála Evrópu, - að Mannréttindanefnd Evrópu hafi einróma ályktað að málsmeðferðin í máli Jóns Kristinssonar hafi ekki verið í samræmi við 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans og - að fallast verði á það með Mannréttindanefnd Evrópu að almennt verði ekki talin næg trygging fyrir óhlutdrægni í dómstörfum þegar sami maður vinnur bæði að þeim og lögreglustjórn. Rök þessi eru ekki hefðbundin rök við lögskýringu; samkvæmt hefðbundnum sjónarmiðum í íslenskum rétti er ákvæði mann- réttindasáttmálans ekki beitt sem réttarheimild í málinu; þó eru það þessi rök sem leiddu til þeirrar niðurstöðu, að ákvæði um sérstakt hæfi skyldi nú skýra með þeim hætti að ekki færi í bága við ákvæði 6. gr. mannréttindasáttmálans um rétt manna til að hljóta málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dóm- stóli. 2.2.2 Breyttar fræðikenningar Af þeirri þróun sem hefur orðið í beitingu ákvæða mannréttindasáttmálans í landsrétti ríkja sem byggja á tvíeðli réttarins hefur sú fræðilega ályktun verið dregin að beiting sjónarmiða um tvíeðli réttarins - til hins ítrasta - sam- rýmist ekki lengur lagalegum raunveruleika.18 í Danmörku hefur verið talað 15 Ragnar Aðalsteinsson: „Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar..", bls. 22. 16 Ragnar Aðalsteinsson: „Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar...", bls. 21 o. áfr. 17 Páll Hreinsson: „Sérstakt hæfi dómara", bls. 240. 18 Sjá Rudolf Bernhardt: „The Convention and Domestic Law“. The European System for the Protection of Human Rights (R. St. J. Macdonald, F. Matscher og H. Petzold ritstj.) Martinus Nijhoff Publishers, 1993, bls. 30. 164
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.