Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 18
slík beiting sé möguleg.21 Þá er það mikilvægt álitaefni hvemig þáttum ríkis- valdsins er ætlað að bregðast við og tryggja að þjóðréttarlegum skuldbindingum ríkisins sé fullnægt og kunna kröfur sem alþjóðlegir samningar og reglur þjóðaréttar gera til réttarkerfis aðildarlandanna jafnvel að hafa áhrif á rótgrónar hugmyndir um eðli ríkisvalds og valdmörk þátta ríkisvaldsins innbyrðis. Það er þannig óhjákvæmilegt, miðað við fordæmi Hæstaréttar þar sem höfð er hliðsjón af ákvæðum mannréttindasáttmálans, og sérstaklega nú, eftir lög- töku sáttmálans, að það sé á verksviði dómstóla að skera úr um hvort lög eða réttarframkvæmd stangast á við meginreglur þær sem settar eru fram í ákvæð- um mannréttindasáttmálans, sbr. lög nr. 62/1994, þannig að niðurstaða í ein- stöku máli fari ekki gegn þeim skuldbindingum sem ríkið hefur tekið á sig með aðild að sáttmálanum. Kallar þetta vissulega á aukið hlutverk dómstól- anna við endurskoðun almennra laga. í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 62/1994 er vísað til þess að með dómum Hæstaréttar hafi verið gefin for- dæmi um rúmar heimildir dómstóla til að laga landsrétt að skuldbindingum rikisins samkvæmt mannréttindasáttmálanum.22 Þá er í greinargerðinni gerð grein fyrir því að áhrifa mannréttindasáttmálans hafi gætt við nýlega laga- setningu, svo sem við setningu bráðabirgðalaga nr. 27/1990 og laga nr. 92/1989 um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds, svo og við undirbúning löggjafar um meðferð opinberra mála, sbr. lög nr. 19/1991, og bamalaga nr. 20/1992.23 Það er hins vegar athyglisvert að í greinargerðinni er lítið fjallað um hlutverk löggjafans í framhaldi af lögtöku sáttmálans og er það merkilegt með tilliti til lagahefðar hér á landi. Til samanburðar má benda á að það var ein helsta röksemdin sem færð var fram gegn lögtöku Mannréttindasáttmála Evrópu í Danmörku að hætta væri á því að löggjafinn sofnaði á verðinum að gæta þess hverju sinni að löggjöf væri í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til ríkisins í ákvæðum mannréttindasáttmálans, eins og ákvæðin eru skýrð af stofnunum Evrópuráðsins, og uppfyllti þannig samningsskyldur ríkisins að þjóðarétti. Var það sérstaklega ítrekað og tekið fram í greinargerð með dönsku lögunum að lögtaka sáttmálans ætti ekki að leiða til þess að breyting yrði á hinni rótgrónu skipan um valdmörk dómstóla og löggjafa, þ.e. að það ætti áfram að vera meginverkefni löggjafans að sjá til þess að samningsskyldum ríkisins að þjóðarétti væri fullnægt, en lögtaka ætti ekki að leiða til þess að dómstólar teygðu sig inn á svið löggjafans í úrlausnum hans um matskennd sjónarmið sem gætu talist til pólitískra sjónarmiða.24 21 Sbr. umfjöllun Stefáns Más Stefánssonar: „Um þörf á lögfestingu þjóðréttarsamninga", bls. 8-11. 22 Alþt. 1993, A-deild, bls. 796. 23 Alþt. 1993, A-deild, bls. 799. 24 Sjá Betænkning nr. 1220/1991. bls. 147-150 og 192-193. Ekki er sérstaklega vikið að hinu mikilvæga samspili löggjafarvalds og dómsvalds í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 62/1994, en ljóst er að tslensk réttarskipun byggir á sömu sjónarmiðum og ráðandi eru í dönskum rétti. 166
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.