Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 62
þessara lögmanna og hefðu greiðslubeiðnir til ábyrgðarsjóðsins ekki borist.
Tvær greiðslubeiðnir hefðu hins vegar borist vegna tveggja lögmanna, þar
sem búskiptum var ekki lokið, annars vegar vegna kröfu upp á 200.000 krónur
og hins vegar kröfu upp á 320.000 krónur. Ekki yrði tekin afstaða til þessara
greiðslubeiðna fyrr en búskiptum lyki.
Hófust nú umræður um skýrslu stjórnarinnar og reikninga félagsins. Fyrstur
tók til máls Eiríkur Tómasson hrl. og þakkaði hann í upphafi máls síns for-
manni og nefndarmönnum fyrir skýrslur. Sagði hann að stjóm félagsins ætti
þakkir skyldar fyrir vel unnin störf, þó helst fyrir Lögmannavaktina, sem hefði
bætt ímynd stéttarinnar. Baráttu fyrir betri réttaraðstoð yrði þó að halda áfram.
Síðan sagði lögmaðurinn að það hefði vafalaust ekki farið fram hjá neinum
að hann gæfi kost á sér í embætti formanns stjórnar L.M.F.Í. og því vildi
hann víkja að framtíð lögmanna. Aldrei hefði eins mörgum spjótum verið
beint að lögmönnum og nú. Meðal annars hefði Samkeppnisstofnun neitað
erindi félagsins um útgáfu leiðbeinandi gjaldskrár. Þá nefndi hann einnig í
þessu sambandi fjárgæslu lögmanna og samskipti lögmanna við Hæstarétt
Islands. Taldi hann að það yrði að finna farsæla lausn á þessum málum og í
því tilfelli vildi hann sérstaklega nefna fjárgæslu lögmanna. Taldi lögmaðurinn
að huga þyrfti betur að ýmsum innri málum félagsmanna. Gæta yrði hagsmuna
þeirra, auka fræðslu á vegum félagsins, t.d. taka sérstaklega fyrir nýja dóma
Hæstaréttar og fleira. Þá yrði að hafa markvissari ráðgjöf og þjónustu við þá
sem reka lögmannsstofur. Hitt væri ekki síður mikilvægt að forysta félagsins
nyti stuðnings meirihluta félagsmanna. Stjórnin þyrfti að koma fram fyrir hönd
félagsins af festu og einurð og hafa sem best samráð við félagsmenn. Sagði
lögmaðurinn að ýmsir félagsmenn teldu að mótframboð skaðaði félagið, en
slíkt væri ekki raunin. Þannig væri það ásetningur sinn og annarra, að þeir
tækju höndum saman og stuðluðu að því að allir gætu notið krafta félagsins.
Sagði hann að umræðan fyrir aðalfundinn um mótframboð hefði vakið athygli
félagsmanna. Fjöldi fundarmanna sýndi það best.
Fundarstjóri taldi framsögu Eiríks Tómassonar hrl. tilefni til þess að ræða
mótframboðið því að það yrði ekki sérstaklega gert á eftir.
Helgi V. Jónsson hrl. taldi það vera ljóst af ársskýrslu stjómarinnar, að
mikið starf væri unnið á vegum félagsins og þakkaði hann stjórninni fyrir
vel unnin störf. Gerði hann fyrst að umtalsefni það hversu illa hefði gengið
að fá lögfræðiaðstoð fyrir efnalitla. Taldi hann að verja mætti hluta af virðis-
aukaskatti af lögmannsþjónustu til þessara hluta. Þá nefndi lögmaðurinn
hversu aðstaða lögmanna hefði batnað, til dæmis í Dómhúsi Reykjavíkur.
Itrekaði lögmaðurinn síðan þakkir sínar til stjómarinnar og sérstaklega til for-
manns hennar.
Ekki tóku fleiri til máls og voru reikningar félagsins því næst bomir undir
atkvæði. Voru reikningarnir samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.
Samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum að vísa til stjómar félagsins
ákvörðun um ávöxtun sjóða félagsins.
210