Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 12
til niðurstöðu mannréttindadómstólsins í máli Hauschildt gegn Danmörku7
í Hrd. 1993 355 var málsmeðferð héraðsdómara ómerkt og málinu vísað til
héraðsdóms að nýju, þar sem dómari málsins þótti hafa tekið afstöðu til
málsins á fyrri stigum þess, er hann bauð ákærða að ljúka málinu með sátt
samkvæmt 112. gr. laga nr. 74/1974. Hann var því ekki talinn geta farið með
málið sem dómari og um vanhæfí hans vísað til 7. tl. 36. gr. laga nr. 85/1936
um meðferð einkamála, sbr. 2. mgr. 15. gr. laga nr. 74/1974, eins og ákvæðin
yrðu skýrð með hliðsjón af 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans. I Hrd. 1992
174 voru ákvæði 1. mgr. 40. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í
héraði og 2. mgr. 19. gr. laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála skýrð
með hliðsjón af e-lið 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans, um rétt sakaðs
manns til að fá ókeypis aðstoð túlks, ef hann skilur ekki eða talar mál það
sem notað er við meðferð málsins. í dómi Hæstaréttar var ákveðið að kostn-
aður vegna dómtúlks skyldi greiddur úr ríkissjóði. I Hrd. 1993 147 var bein-
línis vísað til 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans, en dráttur á rekstri máls
hjá embætti ríkissaksóknara var talinn brjóta í bága við 1. mgr. 138. gr. laga
nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála, sbr. 1. mgr. 133. gr. laga nr. 19/1991,
„og er í andstöðu við ákvæði 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu ...“.
Hafði þetta, auk annarra atriða, sakarferils ákærða og persónulegra haga hans,
þau áhrif að fullnustu refsingar var frestað skilorðsbundið.
Á árinu 1990 birtist grein eftir Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmann,
undir heitinu „Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar og íslenskur landsréttur“. Ut
7 Mál Hauschildt gegn Danmörku (dómur 24. maí 1989) Series A vol. 154. í máli því sem
dæmt var í Hrd. 1990 92 vék sakadómari sæti vegna afskipta sinna af málinu á rannsóknarstigi,
en þá kvað hann m.a. upp þrjá gæsluvarðhaldsúrskurði á grundvelli 4. tl. 1. mgr. 67. gr. laga
nr. 74/1974. Taldi sakadómarinn það ekki í samræmi við 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála
Evrópu, eins og hún hefði verið skýrð af Mannréttindadómstóli Evrópu, að hann tæki þátt í
dóntsmeðferð ntálsins. Staðfesti Hæstiréttur það mat sakadómarans. í dómi Hæstaréttar er vísað
til fullgildingar íslands á Mannréttindasáttmála Evrópu og segir m.a. svo í dóminum: „Af um-
ræðum sem urðu, þá er sáttmáli þessi var til meðferðar á Alþingi, verður ráðið að talið var,
þegar hann var fullgiltur, að fslenskar réttarreglur væru í samræmi við hann eins og sáttmálinn
þá var skýrður. Eftir þetta hafa mörg ákvæði hans verið skýrð við meðferð kærumála hjá Mann-
réttindanefnd og Mannréttindadómstóli Evrópu. Með fuilgildingunni gekkst ísland að þjóðarétti
undir að hlíta ákvæðum sáttmálans. í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu 24. maí 1989 í svo-
kölluðu Hauschildt-máli, sem reis milli dansks ríkisborgara og ríkisstjórnar Danmerkur, hefur
dómstóllinn skýrt nánar hvað felist í orðum 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans um óhlut-
drægan dómstól. Meirihluti dómsins kemst þar að þeirri niðurstöðu að það sé brot gegn þessu
ákvæði að dómarar, sem nokkrunt sinnum hafa úrskurðað sakborning í gæsluvarðhald á grund-
velli sérstaks ákvæðis í dönskum réttarfarslögum, taki þetta sama mál til efnismeðferðar. Ákvæði
danskra réttarfarslaga, sem hér um ræðir, gerir ráð fyrir því að setja megi mann í gæsluvarðhald
ef sérstök ástæða er til að ætla, að hann haft framið tiltekin brot. Meirihluti Mannréttinda-
dómstóis Evrópu var þeirrar skoðunar, að samkvæmt atvikum þessa danska máls yrði hlutleysi
dönsku dómstólanna hugsanlega dregið í efa og að ótti kæranda þar að lútandi væri þvf studdur
hlutlægum rökum“.
160