Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 56
tryggja réttláta dórasmeðferð, en engu að síður þyrfti stundum að virða 6. gr. við rannsókn á fyrra stigi, ekki síst ákvæði 3. mgr., „ef og í þeim mæli sem réttlát dómsmeðferð gæti verulega spillst vegna þess að ekki er eftir þeim farið í upphafi". BÖRN OG SÖNNUNARFÆRSLA Á alþjóðavettvangi hafa réttindi bama nú verið sett fram í Bamasáttmála Sameinuðu þjóðanna og á ýmsan annan hátt. Almennt er viðurkennt að staða barna er sérstök við yfirheyrslur hjá lögreglu og fyrir dómi. Hagur þeirra ræður oft úrslitum um úrræði. Má hugsa sér að þetta felist í 6. gr. Mannrétt- indasáttmála Evrópu og 14. gr. S.Þ. samningsins. Má vera, að þetta leiði til þröngrar skýringar á þessum ákvæðum. Ekki er erfitt að skýra þau þannig, að dómþing í málum vegna kynferðisbrota gagnvart börnum skuli vera fyrir luktum dyrum. Þá er rétt að taka fram, að alþjóðareglur taka ekki afstöðu til þess, hve virkur dómari skuli vera við rannsókn máls, þó að Peking-reglumar ætlist til frumkvæðis allra rannsakenda. Vafi verður að teljast vera um það, hvernig koma má að skýrslum, sem gefnar hafa verið hjá bamaverndar- yfirvöldum. Það gæti skipt máli, hvort viðbótarspurningum má koma að á síðari stigum. Upptaka á myndband getur einnig haft þýðingu. Um þessi atriði og önnur þeim skyld má vænta úrlausna alþjóðastofnana á næstu árum. Um íslenskan og norrænan rétt á þessu sviði er ijallað í grein Margrétar Steinars- dóttur: „Sönnun í kynferðisbrotamálum“, í Úlfljóti, 1. tbl. 1994 og í grein Johs. Andenæs í Ármannsbók 1989: „Avhör av barn som vitner i straffesaker“. Oft er sagt, að hagur barna skuli ráða ákvörðunum sem þau varða. í 1. gr. barnaverndarlaga nr. 58/1992 er til dæmis tekið fram: „í bamaverndarstarfi skal jafnan það ráð upp taka sem ætla má að bami eða ungmenni sé fyrir bestu“. I barnalögum nr. 20/1992 eru ákvæði um ágreiningsmál um forsjá og segir í upphafi 2. mgr. 34. gr.: „Dómstóll eða dómsmálaráðuneyti kveða í úrlausnum sínum á um hjá hvoru foreldri forsjá bams verði eftir því sem barni er fyrir bestu“. Hagur bams getur þó ekki ætíð ráðið úrslitum. Til dæmis verður foreldrum ekki neitað um skilnað á þeim grundvelli, að hag barna þeirra sé best borgið ef þau eru áfram í hjúskap. Vert er að staldra við þetta og rifja upp, að til skamms tíma var sú skoðun ríkjandi, að með lagareglum mætti takmarka hjónaskilnaði. í grannlandi okkar írlandi er enn í dag bannað í stjómarskránni að hjón skilji, a.m.k. í okkar lagaskilningi. Þær ástæður sem mæla með því, að hagur barna sé í fyrirrúmi að lögum ráða með öðrum orðum ekki alltaf úrslitum. Þetta minnir á, að sakaðir menn eiga einnig sinn rétt, þó að börn komi við sögu. Af nýlegum íslenskum dómum má sjá, að reynt er að fínna ný ráð til að taka skýrslur af telpum, sem talið er að hafi þurft að þola kynferðisbrot. I hrd. 1992 916 hafði viðtal verið tekið á myndband á sjúkrahúsi án afskipta lögreglu og réttargæslumanns. Hæstiréttur taldi annmarka á viðtalinu. Fleiri 204
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.