Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 38
framkvæmd eftir gildistöku laga nr. 62/1994.61 Hins vegar er það mikilvægt að fram komi í lögskýringargögnum og í rökstuðningi dóma á hvaða forsend- um og heimildum niðurstaðan er byggð og hvort tekið er mið af ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, við undirbúning eða úrlausn máls. í þessu sambandi er athyglisverður dómur Hæstaréttar íslands frá 29. mars 1994, í máli nr. 300/1991, en dómurinn er kveðinn upp fyrir gildistöku laga nr. 62/1994. Með dóminum var staðfest niðurstaða bæjarþings Reykjavíkur frá 14. maí 1991, í máli nr. 7389/1990, þar sem fanga voru dæmdar fébætur vegna 10 daga einangrunarvistar umfram dæmda refsingu. í dómi undirréttar var það talið brjóta gegn 2. gr. stjórnarskrárinnar að yfirfangavörður kvað á um framlengingu refsivistar og talið að með beitingu þágildandi ákvæðis laga nr. 48/1988, sem heimilaði þessa skipan, hefði verið brotið gegn 1. mgr. 5. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Þá var vísað til 5. mgr. 5. gr. sáttmálans til hliðsjónar auk þess sem vísað var til grunnraka 264. gr. almennra hegningarlaga og 18. kafla laga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála, um bótarétt viðkomandi. f dómi Hæstaréttar segir: 61 Sem dæmi um mikilvægi þess að löggjafinn gæti að samningsskuldbindingum ríkisins má nefna úrlausn umboðsmanns Alþingis frá 25. júlí 1994. í máli sem enn varðar atvinnuréttindi leigubifreiðastjóra. (Álit 25. júlí 1994 í máli nr. 1071/1994). Atvinnuleyfi viðkomandi leigubíl- stjóra var fellt úr gildi samkvæmt ákvæðum 9. gr. laga nr. 77/1989, sbr. 14. gr., þegar hann náði 72 ára aldri. Atvinnuleyfið var svokallað „útgerðarleyfi", þ.e. fól í sér heimild til að gera út leigubifreið, án þess að viðkomandi stundaði sjálfur akstur, eða bílstjóri með atvinnuréttindi í hans stað, og áttu ákvæði um útgerðarleyfi rót að rekja til þess er lög voru fyrst sett til að takmarka fjölda leigubifreiða á tilteknum svæðum. Voru ákvæðin sett til að tryggja að ekki yrði gengið á rétt þeirra sem þennan hátt höfðu á við upphaf takmörkunar. Leigubílstjórinn bar fram kvörtun við umboðsmann Alþingis yfir þeirri niðurstöðu samgönguráðuneytisins að útgerðarleyfi hans skyldi nú falla úr gildi samkvæmt ákvæðum laga nr. 77/1989 og byggði á því að „útgerð- arleyfi" yrði ekki jafnað til atvinnuleyfis, vegna sérstaks eðlis þess. I áliti umboðsmanns voru ákvæði laga og stjórnvaldsfyrirmæla unt leigubifreiðar rakin og niðurstaðan var sú að ekki væri ástæða til athugasemda við niðurstöðu samgönguráðuneytisins í málinu, en í lögum nr. 77/1989 var það ítrekað tekið fram að takmarkanir laganna, m.a. ákvæði um hámarksaldur, skyldu eiga við um alla, er atvinnuleyfi höfðu við gildistöku laganna, eða nutu takmörkunar laganna. f áliti si'nu vísaði umboðsmaður og til niðurstöðu Hæstaréttar frá 3. júní 1993, en niðurstaða dómsins var að lög nr. 77/1989 brytu ekki gegn jafnræðisreglu íslensks stjómskipunarréttar. Þá sagði umboðsmaður svo í áliti si'nu: „Nú hefur Mannréttindasáttmáli Evrópu verið tekinn í lög hér á landi, sbr. lög nr. 62/1994. Miðað við að atvinnuréttindi þeirra manna, sem leyfi hafa fengið til leiguaksturs fólksbifreiða, teljist til eignarréttinda f skilningi 1. gr. fyrsta samningsviðauka við þann sáttmála er óheimilt að mismuna mönnum við takmarkanir slfkra réttinda. sbr. 14. gr. sáttmálans. Með hliðsjón af ofangreindum dómi Hæstaréttar frá 3. júní 1993 verður hins vegar ekki á því byggt, að slík mismunun liggi almennt fyrir, sbr. 1. mgr. 9. gr. og 4. mgr. 14. gr. laga nr. 77/1989 að þvi' er varðar umrætt aldursskilyrði fyrir atvinnuréttindum leigubifreiðastjóra. Hæstiréttur hefur hins vegar ekki tekið afstöðu til þess, hvort handhafar umræddra „útgerðarleyfa" hafi þar sérstöðu. Ég tel ástæðu til að benda á, að unnið hefur verið að endurskoðun laga nr. 77/1989 og var fmmvarp til breytinga á þeim lögum lagt fyrir 117. löggjafarþing, en var ekki útrætt. Við þessa endurskoðun ætti að mínum 186
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.