Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Page 38
framkvæmd eftir gildistöku laga nr. 62/1994.61 Hins vegar er það mikilvægt
að fram komi í lögskýringargögnum og í rökstuðningi dóma á hvaða forsend-
um og heimildum niðurstaðan er byggð og hvort tekið er mið af ákvæðum
Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, við undirbúning eða
úrlausn máls. í þessu sambandi er athyglisverður dómur Hæstaréttar íslands
frá 29. mars 1994, í máli nr. 300/1991, en dómurinn er kveðinn upp fyrir
gildistöku laga nr. 62/1994. Með dóminum var staðfest niðurstaða bæjarþings
Reykjavíkur frá 14. maí 1991, í máli nr. 7389/1990, þar sem fanga voru
dæmdar fébætur vegna 10 daga einangrunarvistar umfram dæmda refsingu. í
dómi undirréttar var það talið brjóta gegn 2. gr. stjórnarskrárinnar að
yfirfangavörður kvað á um framlengingu refsivistar og talið að með beitingu
þágildandi ákvæðis laga nr. 48/1988, sem heimilaði þessa skipan, hefði verið
brotið gegn 1. mgr. 5. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Þá var vísað til 5.
mgr. 5. gr. sáttmálans til hliðsjónar auk þess sem vísað var til grunnraka 264.
gr. almennra hegningarlaga og 18. kafla laga nr. 74/1974 um meðferð
opinberra mála, um bótarétt viðkomandi. f dómi Hæstaréttar segir:
61 Sem dæmi um mikilvægi þess að löggjafinn gæti að samningsskuldbindingum ríkisins má
nefna úrlausn umboðsmanns Alþingis frá 25. júlí 1994. í máli sem enn varðar atvinnuréttindi
leigubifreiðastjóra. (Álit 25. júlí 1994 í máli nr. 1071/1994). Atvinnuleyfi viðkomandi leigubíl-
stjóra var fellt úr gildi samkvæmt ákvæðum 9. gr. laga nr. 77/1989, sbr. 14. gr., þegar hann
náði 72 ára aldri. Atvinnuleyfið var svokallað „útgerðarleyfi", þ.e. fól í sér heimild til að gera
út leigubifreið, án þess að viðkomandi stundaði sjálfur akstur, eða bílstjóri með atvinnuréttindi
í hans stað, og áttu ákvæði um útgerðarleyfi rót að rekja til þess er lög voru fyrst sett til að
takmarka fjölda leigubifreiða á tilteknum svæðum. Voru ákvæðin sett til að tryggja að ekki yrði
gengið á rétt þeirra sem þennan hátt höfðu á við upphaf takmörkunar. Leigubílstjórinn bar fram
kvörtun við umboðsmann Alþingis yfir þeirri niðurstöðu samgönguráðuneytisins að útgerðarleyfi
hans skyldi nú falla úr gildi samkvæmt ákvæðum laga nr. 77/1989 og byggði á því að „útgerð-
arleyfi" yrði ekki jafnað til atvinnuleyfis, vegna sérstaks eðlis þess. I áliti umboðsmanns voru
ákvæði laga og stjórnvaldsfyrirmæla unt leigubifreiðar rakin og niðurstaðan var sú að ekki væri
ástæða til athugasemda við niðurstöðu samgönguráðuneytisins í málinu, en í lögum nr. 77/1989
var það ítrekað tekið fram að takmarkanir laganna, m.a. ákvæði um hámarksaldur, skyldu eiga
við um alla, er atvinnuleyfi höfðu við gildistöku laganna, eða nutu takmörkunar laganna. f áliti
si'nu vísaði umboðsmaður og til niðurstöðu Hæstaréttar frá 3. júní 1993, en niðurstaða dómsins
var að lög nr. 77/1989 brytu ekki gegn jafnræðisreglu íslensks stjómskipunarréttar. Þá sagði
umboðsmaður svo í áliti si'nu:
„Nú hefur Mannréttindasáttmáli Evrópu verið tekinn í lög hér á landi, sbr. lög nr. 62/1994.
Miðað við að atvinnuréttindi þeirra manna, sem leyfi hafa fengið til leiguaksturs fólksbifreiða,
teljist til eignarréttinda f skilningi 1. gr. fyrsta samningsviðauka við þann sáttmála er óheimilt
að mismuna mönnum við takmarkanir slfkra réttinda. sbr. 14. gr. sáttmálans. Með hliðsjón af
ofangreindum dómi Hæstaréttar frá 3. júní 1993 verður hins vegar ekki á því byggt, að slík
mismunun liggi almennt fyrir, sbr. 1. mgr. 9. gr. og 4. mgr. 14. gr. laga nr. 77/1989 að þvi' er
varðar umrætt aldursskilyrði fyrir atvinnuréttindum leigubifreiðastjóra. Hæstiréttur hefur hins vegar
ekki tekið afstöðu til þess, hvort handhafar umræddra „útgerðarleyfa" hafi þar sérstöðu. Ég tel ástæðu
til að benda á, að unnið hefur verið að endurskoðun laga nr. 77/1989 og var fmmvarp til breytinga
á þeim lögum lagt fyrir 117. löggjafarþing, en var ekki útrætt. Við þessa endurskoðun ætti að mínum
186