Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 47
Þessi háttur er ekki í samræmi við alþjóðlegar siðakröfur varðandi þá sem
sæta frjálsræðissviptingu. Samkvæmt þeim reglum skal allt skráð. Enda fer
skrifræði ört vaxandi hér á landi. Nýjar reglur eru settar, oft á tíðum nákvæmar
- sumir segja smásmugulegar - en allt er þetta gert til þess að auka vemd og
rétt borgaranna og til þess að uppfylla alþjóðlegar siðakröfur.
Hér að framan voru nefndar þrjár grundvallarreglur Evrópunefndar um varn-
ir gegn pyndingum, sem nefndin telur að eigi að gilda fyrir þá sem lögregla
hefur handtekið, þ.e.a.s. regluna um að handtekinn maður megi láta vita af
sér, hann eigi rétt á aðstoð lögmanns og að fá lækni að eigin vali. Þessara
réttinda á handtekinn maður að njóta þegar við handtöku. Tvær þær fyrst-
nefndu eru þegar í lögum hér á landi, þótt það geti leitt til vandkvæða í fram-
kvæmd að framfylgja rétti til lögmannsaðstoðar á sumum stöðum á landinu.
Þau vandamál sem íslensk stjómvöld eiga við að glíma eru með hvaða hætti
er unnt að framfylgja sömu reglum um allt land.
Það sem við er átt er það að á allmörgum stöðum utan Reykjavíkur era starf-
andi einn til þrír lögregluþjónar. Víða er enginn lögmaður starfandi og stundum
tugir og allt að 200 kilómetrar í aðsetursstað næsta lögmanns. Á vetrum er stund-
um ófært til þessara staða vegna veðurs og snjóa og getur verið nokkra daga í
röð. Á þessum stöðum er oft einn læknir og í besta falli tveir. Um kvöld og
helgar er líklegt að annar þeirra sé á bakvakt - hinn á að eiga frí.
Ef handtaka þarf mann á þessum stöðum er það oftast um kvöld eða helgar
og í flestum tilvikum fyrir smávægileg afbrot eða ölæðisgerning. í nokkrum
tilvikum gista þessir menn fangageymslur en yfirleitt ekki lengur en í 6-8
klukkustundir.
Það getur virkað eins og hálfgerður brandari að í tilvikum sem þessum sé
byrjað á því að lesa það yfir kófdrukknum manni, sem á að fara að setja í
fangaklefa, að hann eigi rétt á lögmanni og ég verð að viðurkenna, að ég skil
þann lögreglumann vel sem í hita leiksins “gleymir” að nefna réttinn um að-
gang að lögmanni í tilvikum sem þessum.
Það gilda að sumu leyti önnur sjónarmið varðandi aðgang að lækni. Hér á
landi gildir sú meginregla í framkvæmd að það er lögregla sem metur hvort
þörf sé á að kalla til lækni vegna handtekins manns. Ef skilyrðislaust á að
kalla lækni til handtekins manns, að beiðni hans, á þessum litlu stöðum vaknar
sú siðferðislega spurnig hvort það séu brýnustu skyldur læknis á bakvakt að
sinna fullum íslendingi sem lent hefur í höndum lögreglu þegar tekið er tillit
til þess að hann hefur læknisskyldur gagnvart heilu byggðarlagi. Ég ætla einn-
ig að nefna þau vandamál sem geta skapast ef hinn handtekni óskar frekar
eftir þeim lækni sem á að eiga frí eða lækni úr öðru byggðarlagi, sem er
óframkvæmanlegt í reynd, og ég tel það ósiðlegt gagnvart skyldum viðkom-
andi læknis að sinna slíku útkalli. Auk þess vaknar sú spurning ef lögfesta á
það að handtekinn maður skuli eiga rétt á skoðun læknis að eigin vali þegar
eftir handtöku, hvort í því felist þá ekki jafnframt að skylda beri lækna til að
sinna slíku útkalli og hvort slík löggjöf myndi samrýmast siðaskyldum lækna.
195