Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 21
og ástæður ákvæðisins séu öðru fremur hugmyndir um að fullveldi ríkis og sjálfstæði dómstóla og stjórnvalda þess sé ekki skert, má efast mjög um að ákvæðið sé nauðsynlegt, eða heppilegt, sem lagaákvæði og sérstaklega hvort það er í samræmi við tilgang og anda laga sem mæla fyrir um lögtöku mann- réttindasáttmálans. 3. VALDMÖRK STOFNANA EVRÓPURÁÐSINS GAGNVART RÍKIS- VALDI AÐILDARLANDA MANNRÉTTINDASÁTTMÁLANS 3.1 Eftlrlit stofnana Evrópuráðsins Eins og tekið er fram í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 62/1994 gegna stofnanir Evrópuráðsins, Mannréttindanefnd Evrópu, Mannréttindadómstóll Evrópu og Ráðherranefnd Evrópuráðsins því hlutverki að taka afstöðu til þess hvort aðildarríki hafi brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum og geta stofnanimar eftir atvikum kveðið á um skaðabótaskyldu ríkis sem brýtur gegn skuldbindingum sínum.30 Sú ályktun sem í greinargerðinni er dregin af þessari stöðu stofnananna, þ.e. að úrlausnir þeirra séu ekki bindandi að landsrétti og hafi ekki bindandi gildi sem fordæmi, er þó nokkuð misvísandi. Ekki hefur mikið verið fjallað hér á landi um þýðingu þeirra skuldbindinga sem hvfla á ríkinu, og stofnunum þess, eftir fullgildingu og eftir atvikum lögtöku þjóðréttarsamninga, t.d. mannréttindasáttmálans, þannig að áhrif hafi haft á réttarframkvæmd. Ég tel mikilvægt, við beitingu mannréttindasáttmálans í landsrétti, að þeir sem skýra og beita ákvæðum sáttmálans - og ákvæðum laga nr. 62/1994 - hafi alltaf í huga samspil stofnana ríkisins og stofnana Evrópuráðsins við beitingu ákvæðanna. Islenska ríkið hefur lýst því yfir, samkvæmt 25. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, að ríkið viðurkenni að Mannréttindanefnd Evrópu sé bær til að taka við erindum sem einstaklingar eða einkasamtök bera fram við nefndina á hendur íslenska ríkinu. Þá hefur íslenska rfldð allt frá árinu 1958 reglulega lýst því yfir, í samræmi við 46. gr. sáttmálans, að rfkið sé bundið af lögsögu mannréttinda- dómstólsins, en í því felst samkvæmt 1. mgr. 46. gr. sáttmálans að ríkið er bundið við lögsögu dómstólsins í öllum málum varðandi skýringu og fram- kvæmd samningsins. Þá er ríki að sjálfsögðu bundið af dómi í máli, sem beinist að ríkinu, sbr. 53. gr. sáttmálans, þar sem segir að samningsaðilar gangist undir að hlíta dómi dómstólsins í hverju því máli sem þeir eru aðilar að. Það er einmitt uppbygging og hlutverk stofnana Evrópuráðsins, eins og þess- um atriðum er skipað í ákvæðum sáttmálans, sem er talið með merkilegri og frumlegri þáttum í Mannréttindasáttmála Evrópu sem þjóðréttarsamningi.31 Þá er almennt álitið að heimildir stofnana Evrópuráðsins til að taka við kvört- 30 Alþt. 1993, A-deild, bls. 790-791. 31 Sjá Juan Antonio Carrillo Salcedo: „The Place of the European Convention in Intemational Law“. The European System for the Protection of Human Rights (R. St. J. Macdonald, F. Matscher og H. Petzold ritstj.), 1993, bls. 16. 169
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.