Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Síða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Síða 21
og ástæður ákvæðisins séu öðru fremur hugmyndir um að fullveldi ríkis og sjálfstæði dómstóla og stjórnvalda þess sé ekki skert, má efast mjög um að ákvæðið sé nauðsynlegt, eða heppilegt, sem lagaákvæði og sérstaklega hvort það er í samræmi við tilgang og anda laga sem mæla fyrir um lögtöku mann- réttindasáttmálans. 3. VALDMÖRK STOFNANA EVRÓPURÁÐSINS GAGNVART RÍKIS- VALDI AÐILDARLANDA MANNRÉTTINDASÁTTMÁLANS 3.1 Eftlrlit stofnana Evrópuráðsins Eins og tekið er fram í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 62/1994 gegna stofnanir Evrópuráðsins, Mannréttindanefnd Evrópu, Mannréttindadómstóll Evrópu og Ráðherranefnd Evrópuráðsins því hlutverki að taka afstöðu til þess hvort aðildarríki hafi brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum og geta stofnanimar eftir atvikum kveðið á um skaðabótaskyldu ríkis sem brýtur gegn skuldbindingum sínum.30 Sú ályktun sem í greinargerðinni er dregin af þessari stöðu stofnananna, þ.e. að úrlausnir þeirra séu ekki bindandi að landsrétti og hafi ekki bindandi gildi sem fordæmi, er þó nokkuð misvísandi. Ekki hefur mikið verið fjallað hér á landi um þýðingu þeirra skuldbindinga sem hvfla á ríkinu, og stofnunum þess, eftir fullgildingu og eftir atvikum lögtöku þjóðréttarsamninga, t.d. mannréttindasáttmálans, þannig að áhrif hafi haft á réttarframkvæmd. Ég tel mikilvægt, við beitingu mannréttindasáttmálans í landsrétti, að þeir sem skýra og beita ákvæðum sáttmálans - og ákvæðum laga nr. 62/1994 - hafi alltaf í huga samspil stofnana ríkisins og stofnana Evrópuráðsins við beitingu ákvæðanna. Islenska ríkið hefur lýst því yfir, samkvæmt 25. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, að ríkið viðurkenni að Mannréttindanefnd Evrópu sé bær til að taka við erindum sem einstaklingar eða einkasamtök bera fram við nefndina á hendur íslenska ríkinu. Þá hefur íslenska rfldð allt frá árinu 1958 reglulega lýst því yfir, í samræmi við 46. gr. sáttmálans, að rfkið sé bundið af lögsögu mannréttinda- dómstólsins, en í því felst samkvæmt 1. mgr. 46. gr. sáttmálans að ríkið er bundið við lögsögu dómstólsins í öllum málum varðandi skýringu og fram- kvæmd samningsins. Þá er ríki að sjálfsögðu bundið af dómi í máli, sem beinist að ríkinu, sbr. 53. gr. sáttmálans, þar sem segir að samningsaðilar gangist undir að hlíta dómi dómstólsins í hverju því máli sem þeir eru aðilar að. Það er einmitt uppbygging og hlutverk stofnana Evrópuráðsins, eins og þess- um atriðum er skipað í ákvæðum sáttmálans, sem er talið með merkilegri og frumlegri þáttum í Mannréttindasáttmála Evrópu sem þjóðréttarsamningi.31 Þá er almennt álitið að heimildir stofnana Evrópuráðsins til að taka við kvört- 30 Alþt. 1993, A-deild, bls. 790-791. 31 Sjá Juan Antonio Carrillo Salcedo: „The Place of the European Convention in Intemational Law“. The European System for the Protection of Human Rights (R. St. J. Macdonald, F. Matscher og H. Petzold ritstj.), 1993, bls. 16. 169

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.