Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 48
Ástæðan fyrir því, að Evrópunefndin um vamir gegn pyndingum telur rétt til læknisskoðunar vera grundvallarreglu, á rætur sínar að rekja til þess að í þeim löndum, þar sem lögregluofbeldi er hluti af daglegri tilveru, á slíkt of- beldi sér yfirleitt stað í beinu framhaldi af handtökunni. Því er lögð áhersla á að hægt sé að staðreyna af lækni í hvaða ástandi viðkomandi var þegar við handtöku. Þá má einnig nefna að yfirleitt eru handteknir menn hafðir í ein- angrun, sem alla jafna er forsenda þess að líkamlegu ofbeldi sé beitt af hálfu lögreglu. Hér að framan var tæpt á vandamálum sem til staðar eru hér á landi þegar framfylgja á grundvallarreglum um rétt manna sem lögregla hefur handtekið, eins og Evrópunefndin um varnir gegn pyndingum o.fl. skilgreinir þær. í skýrslu sinni til íslenskra stjórnvalda setti nefndin fram fleiri kröfur um breyt- ingar og setningu reglna hér á landi. I svari íslenskra stjómvalda til nefnd- arinnar, kemur m.a. fram fyrirheit um að settar verði nánari reglur um hvenær megi fresta því að handtekinn maður megi láta vita af sér og að frestun á slíku skuli rökstudd og skráð. Jafnframt að útbúið verði form þar sem hand- teknum manni er skýrt frá réttindum sínum, settar verði almennar reglur um tilhögun yfirheyrslna hjá lögreglu og reglur um skráningu á ýmsum atriðum varðandi vistun handtekinna manna í fangageymslum lögreglu. í svarinu kemur einnig fram að við setningu framangreindra reglna verði höfð hliðsjón af tillögum nefndarinnar. I þessari ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að framangreindar reglur verði settar kemur fram skýrt dæmi um það með hvaða hætti alþjóðlegar kröfur verða hluti af íslenskri löggjöf og jafnframt hvaða áhrif alþjóðleg eftirlitskerfí geta haft á þróun laga og reglna hér á landi. Afleiðingin er m.a. meira skrif- ræði, en það er grundvallaratriði sem beitt er til að vemda borgarana fyrir ásælni stórabróður. Áður er minnst á vandkvæði þegar framfylgja á kröfum og reglum til vernd- ar mannréttindum á ýmsum minni stöðum hér á landi. Fleiri vandamál er hægt að nefna þegar kemur að því að framfylgja þeim kröfum og reglum um aukið réttaröryggi, sem ákveðið hefur verið að setja á næstu misserum. Taka má dæmi um stað þar sem t.d. tveir lögreglumenn eru á vakt og hverju þeir eiga að sinna til að uppfylltar séu alþjóðlegar siðakröfur þegar þeir eru með einn eða tvo menn í fangageymslum. Fyrir utan það að sinna áfram útköllum og löggæslu á viðkomandi stað eiga þeir að halda dagbók þar sem allt sem skeði á vaktinni er skráð. Á lögreglustöðinni á að færa fangaskrá þar sem skráðar eru persónulegar upplýsingar um þann eða þá sem eru í haldi. Þeir eiga að gera skýrslur og það sem fyrst þegar um handtöku er að ræða. Auk þessa eiga þeir, samkvæmt því sem Evrópunefndin um varnir gegn pynd- ingum o.fl. leggur til, að halda persónubundna yfirheyrsluskrá þar sem m.a. á að skrá eftirfarandi atriði: Hvenær handtaka fór fram og ástæður hennar, hvenær viðkomandi var tilkynnt um réttindi sín, og hver réttindi hann nýtir sér eða hverju hann óskar ekki eftir halda fram, rökstuðning fyrir því að 196
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.