Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 36
aðrar lagaheimildir og eru því samkvæmt almennum skýringarsjónarmiðum réttlægri en efnislega sambærilegar heimildir í stjórnarskrá. Um túlkun stjórnarskrárákvæða hefur lítið verið fjallað í íslenskum rétti, frá því að Olafur Jóhannesson rakti þau sígildu sjónarmið um túlkun stjórnar- skrárákvæða, sem kalla má óbreytilega og breytilega (eða mótandi) skýr- ingu og vísaði til þess að báðar hefðu nokkuð til síns ágætis. í Stjórnskipun Islands segir Ólafur Jóhannesson: „í íslenzku stjórnarskránni er engin leiðbein- ingarregla um þetta efni. Dómstólarnir hér á landi hafa því nokkuð frjálsar hendur um þetta og beita svipuðum skýringaraðferðum sem endranær'*.58 Mjög einfaldað, og jpó nokkuð tæmandi, tel ég að lýsa megi skýringarsjónar- miðum Hæstaréttar Islands að því er lýtur að skýringu á mannréttindaákvæð- urn stjórnarskrárinnar þannig að lengst af hafi annars vegar verið ríkjandi sjónarmið um formlega takmörkun á endurskoðunarvaldi dómstólsins, sem leiðir af sjónarmiðum um valdmörk dómstóla og löggjafa í lýðræðissam- félagi, og lýsir sér í því að dómstólinn beitir varfærni í endurskoðun sinni, eða endurmetur alls ekki mat löggjafans; hins vegar beiti dómstóllinn í megin- atriðum hefðbundnum túlkunarsjónarmiðum byggðum á óbreytilegri skýringu, textaskýringu og ætlun stjórnarskrárgjafans.59 Um síðastnefnd skýringarsjón- armið er dómur Hæstaréttar, sem vísað var til í upphafi greinarinnar gott dæmi, að því er varðar túlkun á 73. gr. stjórnarskrárinnar (Hrd. 1988 1532), þar sem segir (1534): Þetta ákvæði stjómarskrárinnar er óbreytt að efni frá Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni íslands 5. janúar 1874, 55. gr., og tekið þangað úr grundvallarlögum Danmerkur 5. júní 1849, 92. gr. Verður við túlkun ákvæðisins að líta til forsögu þess og tilgangs, er það var sett, en hann var fyrst og fremst sá að tryggja rétt þegnanna til að stofna félög án þess að afla til þess leyfis stjómvalda fyrirfram. Akvæðinu var aðeins ætlað að tryggja félagsstofnunina sem slíka en ekki rétt manna til að standa utan félaga. Það verður á hinn bóginn ekki sagt að dómaframkvæmd Hæstaréttar verði túlkuð þannig að gætt hafi verið sjónarmiða um breyttar þjóðfélagsþarfír, eða að það sjónarmið hafi verið ráðandi að skýra stjórnarskrána til samræmis við breyttar aðstæður. Þá hafa efnislegar breytingar á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar engar orðið frá því að stjórnarskráin var sett, árið 1944, og byggðu mannréttindaákvæðin þá á ákvæðum eldri stjórnarskráa. Það má halda því fram að hefðbundin varfærni dómstóla til að ganga inn á verksvið lög- gjafans og leggja mat á hvort lög brjóti að efni til í bága við ákvæði stjórnar- skrár hafi leitt til minnkandi réttarvemdar - en á móti koma sjónarmið sem réttlæta þessa ríku stjórnskipunarhefð og eru byggð á sjónarmiðum um, að í 58 Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun íslands, 2. útg., Reykjavfk 1978, bls. 415-16. 59 Sjá ritgerð mína: „Endurskoðunarvald dómstóla". Ritgerð til kandídatsprófs við lagadeild Háskóla íslands, 1990 (óbirt). 184
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.