Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Síða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Síða 36
aðrar lagaheimildir og eru því samkvæmt almennum skýringarsjónarmiðum réttlægri en efnislega sambærilegar heimildir í stjórnarskrá. Um túlkun stjórnarskrárákvæða hefur lítið verið fjallað í íslenskum rétti, frá því að Olafur Jóhannesson rakti þau sígildu sjónarmið um túlkun stjórnar- skrárákvæða, sem kalla má óbreytilega og breytilega (eða mótandi) skýr- ingu og vísaði til þess að báðar hefðu nokkuð til síns ágætis. í Stjórnskipun Islands segir Ólafur Jóhannesson: „í íslenzku stjórnarskránni er engin leiðbein- ingarregla um þetta efni. Dómstólarnir hér á landi hafa því nokkuð frjálsar hendur um þetta og beita svipuðum skýringaraðferðum sem endranær'*.58 Mjög einfaldað, og jpó nokkuð tæmandi, tel ég að lýsa megi skýringarsjónar- miðum Hæstaréttar Islands að því er lýtur að skýringu á mannréttindaákvæð- urn stjórnarskrárinnar þannig að lengst af hafi annars vegar verið ríkjandi sjónarmið um formlega takmörkun á endurskoðunarvaldi dómstólsins, sem leiðir af sjónarmiðum um valdmörk dómstóla og löggjafa í lýðræðissam- félagi, og lýsir sér í því að dómstólinn beitir varfærni í endurskoðun sinni, eða endurmetur alls ekki mat löggjafans; hins vegar beiti dómstóllinn í megin- atriðum hefðbundnum túlkunarsjónarmiðum byggðum á óbreytilegri skýringu, textaskýringu og ætlun stjórnarskrárgjafans.59 Um síðastnefnd skýringarsjón- armið er dómur Hæstaréttar, sem vísað var til í upphafi greinarinnar gott dæmi, að því er varðar túlkun á 73. gr. stjórnarskrárinnar (Hrd. 1988 1532), þar sem segir (1534): Þetta ákvæði stjómarskrárinnar er óbreytt að efni frá Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni íslands 5. janúar 1874, 55. gr., og tekið þangað úr grundvallarlögum Danmerkur 5. júní 1849, 92. gr. Verður við túlkun ákvæðisins að líta til forsögu þess og tilgangs, er það var sett, en hann var fyrst og fremst sá að tryggja rétt þegnanna til að stofna félög án þess að afla til þess leyfis stjómvalda fyrirfram. Akvæðinu var aðeins ætlað að tryggja félagsstofnunina sem slíka en ekki rétt manna til að standa utan félaga. Það verður á hinn bóginn ekki sagt að dómaframkvæmd Hæstaréttar verði túlkuð þannig að gætt hafi verið sjónarmiða um breyttar þjóðfélagsþarfír, eða að það sjónarmið hafi verið ráðandi að skýra stjórnarskrána til samræmis við breyttar aðstæður. Þá hafa efnislegar breytingar á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar engar orðið frá því að stjórnarskráin var sett, árið 1944, og byggðu mannréttindaákvæðin þá á ákvæðum eldri stjórnarskráa. Það má halda því fram að hefðbundin varfærni dómstóla til að ganga inn á verksvið lög- gjafans og leggja mat á hvort lög brjóti að efni til í bága við ákvæði stjórnar- skrár hafi leitt til minnkandi réttarvemdar - en á móti koma sjónarmið sem réttlæta þessa ríku stjórnskipunarhefð og eru byggð á sjónarmiðum um, að í 58 Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun íslands, 2. útg., Reykjavfk 1978, bls. 415-16. 59 Sjá ritgerð mína: „Endurskoðunarvald dómstóla". Ritgerð til kandídatsprófs við lagadeild Háskóla íslands, 1990 (óbirt). 184

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.