Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 20
eiga sér samhljóða erlendar hliðstæður, en í slíkum tilvikum er alvanalegt að huga að erlendri réttarí'ramkvæmd til leiðsagnar um vafaatriði. ... í þriðja lagi má loks benda á það í tengslum við síðastnefnt atriði að það yrði á valdi íslenskra dómstóla og stjórnvalda að skýra ákvæði mannréttindasáttmálans sjálfstætt ef frumvarpið yrði að lögum, þar á meðal þau ákvæði sem ekki væri að finna fordæmi um frá mannréttindanefndinni eða mannréttindadómstólnum, og beita þeim við úrlausn mála. í því sambandi er þó varla að vænta að úrlausnir um mikilvæg atriði verði byggðar í ríkum mæli á skýringum sem eiga sér ekki einhverja fyrirmynd eða bakhjarl í fræðilegri umfjöllun um ákvæði sáttmálans þótt íslenskum dómstólum og stjómvöldum væri það vissulega heimilt. Við lögtöku þjóðréttarsamninga sem geta haft bein réttaráhrif er að jafnaði gengið út frá því að lögin séu túlkuð í samræmi við lögskýringarreglur og lögskýringargögn sem gilda að þjóðarétti.27 Akvæði 2. gr. laga nr. 62/1994 um að úrlausnir stofnana Evrópuráðsins séu ekki bindandi að íslenskum landsrétti, getur að vísu staðist sem slíkt, sérstaklega með tilliti til rótgróinnar hugtakanotkunar í íslenskum rétti, og sú skylda verður ekki leidd af ákvæðum mannréttindasáttmálans að úrlausnir stofnananna skuli hafa bein réttaráhrif í landsrétti. Hins vegar verður það leitt af ákvæðum sáttmálans að stjómvöld- um og dómstólum beri að túlka lög til samræmis við sáttmálann, eins og hann er skýrður af mannréttindadómstólnum28 og af 53. gr. sáttmálans verður sú þjóðréttarlega skuldbinding leidd, að við úrlausn máls, þar sem kann að vera um brot á ákvæðum mannréttindasáttmálans að ræða, sé tekið mið af túlkun mannréttindadómstólsins.29 Eins og væntanlega kemur skýrar fram í umijöllun í 3. kafla hér á eftir, verður að telja þá mynd sem dregin er upp í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 62/1994, og þá skipan sem lögin gera ráð fyrir, allmjög einfaldaða. Enda þótt ákvæði 2. gr. laga nr. 62/1994 sé án efa hugsað sem öryggisákvæði 27 Stefán Már Stefánsson, bls. 5-6. í dönskum rétti var vísað til dómaframkvæmdar Hæstaréttar Danmerkur fyrir lögtöku sáttmálans og í greinargerð með frumvarpi til laga um lögleiðingu Mannréttindasáttmálans talið, að dönsk stjómvöld og dómstólar yrðu að fylgja túlkun og réttarframkvæmd stofnana Evrópuráðsins, hvort sem úrlausnimar beindust gegn Danmörku eða öðrum aðildarríkjum. Þá er tekið fram að ætlast sé til með lögununr að dómstólar og stjórnvöld geti tekið tillit til nýrrar réttarframkvæmdar frá stofnunum Evrópuráðsins, eftir atvikum áður en löggjafinn breytir eða aðlagar löggjöf að niðurstöðum stofnana Evrópuráðsins. Það var hins vegar tekið fram að ekki væri til þess ætlast að danskir dómstólar legðu sjálfstætt mat á ákvæði mannréttindasáttmálans, þar sem ekki væri ömggri réttarframkvæmd fyrir að fara, eða túlkuðu sáttmálann sjálfstætt, sérstaklega ef urn meiriháttar breytingar á hefðbundinni framkvæmd eða lagahefð væri að ræða. Betænkning nr. 1220/1991, bls. 193-199, sbr. og bls. 14. 28 Peter Leuprecht: „The Execution of Judgments and Decisions". The European System for the Protection of Human Rights (R. St. J. Macdonald, F. Matscher og H. Petzold ritstj.), 1993, bls. 792. 29 G. Rees: „The Effects of Judgments and Decisions in Domestic Law“. The European Syst- em for the Protection of Human Rights (R. St. J. Macdonald, F. Matscher og H. Petzold ritstj.), 1993, bls. 805. 168
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.