Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 23
mannréttindavernd í samræmi við sáttmálann hafa nýlega verið færð í búning
meginreglu þeirrar sem er kunnust úr rétti Evrópusambandsins, og umræðum
sem tengjast Evrópubandalaginu, þ.e. meginreglunni um að ákvarðanir séu
teknar sem næst þeim sem þær varða, (e. the principle of subsidiarity).32 í
þessari meginreglu, sem hefur áhrif á réttarframkvæmd stofnana Evrópuráðs-
ins, felast því bæði formleg hlið, þ.e. skilyrðið um að öll úrræði séu tæmd í
réttarkerfi aðildarríkis, áður en stofnanir Evrópuráðsins geta tekið afstöðu til
málsins, og efnisleg, þ.e. að niðurstaðan er ekki endurskoðuð, með tilliti til
réttarheimilda og aðstæðna í aðildarríki, en afstaða tekin til þess, hvort niður-
staðan samrýmist samningsskuldbindingum ríkisins. Stofnanir Evrópuráðsins
eru í meginatriðum valdbærar til að meta hvort svo er.
3.2.2 Meginreglan um mat aðildarríkja á nauðsyn aðgerða sem takmarka
mannréttindi (margin of appreciation)
Framangreind meginregla, um að ákvörðun sé að jafnaði rétt að taka sem
næst þeim sem hún varðar, og sjónarmið í ýmsum aðildarríkjum um að yfir-
þjóðlegar stofnanir megi ekki ganga of langt inn á svið stofnana fullvalda
ríkja í mati þeirra á aðstæðum og aðgerðum innan marka ríkisins, hafa leitt
af sér flóknar aðferðir í réttarframkvæmd stofnana Evrópuráðsins um mörk
eðlilegs endurskoðunarvalds mannréttindadómstólsins gagnvart svigrúmi
ríkisins til að meta nauðsyn aðgerða (e. doctrine of the margin of appreci-
ation). Þetta sjónarmið verður varla talið til lögskýringarsjónarmiða, en verður
einna helst borið saman við sjónarmið í landsrétti um valdmörk dómstóla til
að endurskoða (frjálst) mat stjómvalda, eða að leggja eigið mat til grundvallar
við úrlausn um það hvort lög samrýmast ákvæðum stjórnarskrár, enda mun
kenningin um svigrúm aðildarríkis til mats vera byggð á slíkum sjónarmiðum
úr landsrétti aðildarríkjanna. Mikið hefur verið ritað um þetta svigrúm aðildar-
ríkjanna til mats, en fræðimönnum hefur reynst erfitt að henda reiður á því
hvað í aðferðinni og kenningunni um hana felst; sérstaklega að reyna að gera
grein fyrir því með almennum hætti hvað kenningin felur í sér. Einn dómari
dómstólsins hefur í ritgerð um efnið bent á að tilraunir til að orða kjarna þess-
arar kenningar með almennum hætti hljóti að mistakast, eða vera marklaus
klifun, en ef kenningin verði skilgreind verði hún eingöngu skilgreind með
neikvæðum hætti - þ.e. að út frá þeim valdmörkum sem mannréttindadóm-
stóllinn ákvarði sér við mat á réttarframkvæmd aðildarríkjanna sé hægt að
segja til um það svigrúm sem aðildarríkjum er látið eftir.33
32 Sjá Herbert Petzold: „The Convention and the Principle of Subsidiarity“. The European
System for the Protection of Human Rights (R. St. J. Macdonald, F. Matscher og H. Petzold
ritstj.), 1993, bls. 41-62.
33 R. St. J. Macdonald: „The Margin of Appreciation“ The European System for the Protect-
ion of Huraan Rights (R. St. J. Macdonald, F. Matscher og H. Petzold ritstj.) 1993, bls. 85.
171