Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 46
sjálfir að sjá til þess að þessum reglum sé framfylgt í eigin löndum, ekki
aðeins eins og þeir sjálfir telja eðlilegt að þær séu skýrðar heldur í samræmi
við kröfur alþjóðlegra eftirlitsaðila.
2. ÍSLAND OG ALÞJÓÐLEGAR KRÖFUR
A undanfömum árum hefur umræða um mannréttindi og vemd mannréttinda
verið vaxandi á Islandi. I þessari umræðu hefur m.a. verið fjallað um það
hvort og með hvaða hætti Islendingar framfylgja þeim skyldum sem þeir hafa
skuldbundið sig til að gera þegar fullgiltir hafa verið alþjóðlegir samningar
um vemd mannréttinda. Aftur á móti man ég ekki til þess að fjallað hafi verið
um hvaða þýðingu það hefur fyrir Island að framfylgja út í æsar alþjóðlegum
kröfum um vernd mannréttinda.
Þegar fullgilding Islands á Evrópusáttmála um verndun mannréttinda og
mannfrelsis var til umræðu á Alþingi árið 1951 sagði þáverandi dóms-
málaráðherra: „Um þau réttindi sem hér eru talin, er það í stuttu máli að segja,
að í öllu því, sem nokkru máli skiptir, þá eru þau réttindi nú þegar beinlínis
veitt borgurunum berum orðum í íslenzkri löggjöf og að nokkru leyti í sjálfri
stjómarskránni, eða þá að það eru slík grundvallarréttindi, að þau eru talin
felast í meginreglum íslenzkra laga, jafnvel þó að ekki sé berum orðum fram
tekið. Þess vegna má segja, að 1. kafli þessa samnings sé hér á landi engin
nýjung, því að þar eru talin þau réttindi, sem borgararnir þegar hafa notið og
talin eru sjálfsagður þáttur í verndun íslenzkra borgara gegn ofurvaldi ríkis-
valdsins eða ásælni af annarra hálfu'*.
Eg held að á meðal íslenskra stjómmálamanna sé nokkuð almennur vilji til þess
að framfylgja alþjóðlegum grundvallan-eglum um réttindi borgaranna. Þeir em
a.m.k. tilbúnir til að gagnrýna önnur ríki sem gera það ekki. Aftur á móti em
íslenskir stjómmálamenn viðkvæmir fyrir kröfum um breytingar á lögum sem rót
eiga að rekja til alþjóðlegra skuldbindinga og kemur þar tvennt til að mínu mati.
I fyrsta lagi skerðir það sjálfsákvörðunarrétt Alþingis þegar lögum er breytt vegna
kröfu erlendis frá og ég held að þeir telji almennt að vemd mannréttinda sé í
góðu lagi á Islandi, það sé bara í útlöndum sem þurfi að bæta þau. í öðru lagi
kostar það fjármuni að framfylgja alþjóðlegum kröfum varðandi þá sem sæta
frjálsræðissviptingu og jafnframt kostar það aukna skriffinnsku.
Hér á eftir ætla ég að gera grein fyrir vandamálum sem til staðar eru í litlu
samfélagi eins og því íslenska við það að framfylgja alþjóðlegum kröfum um
þá sem sæta frjálsræðissviptingu.
A Islandi hefur stjórnsýsla og kannski þjóðfélagið allt komist af með þeim
hætti að halda skrifræði í lágmarki. Þótt menn tali um skrifræði hér á landi
er það a.m.k. miklu minna en á hinum Norðurlöndunum. Það felur m.a. í sér
að skrifaðar reglur eru færri, í þeim koma yfirleitt fram almennar grundvallar-
reglur, en síðan eiga menn bara að leysa þau vandamál sem koma upp og
finna út úr því hvað samrýmist best viðurkenndum grundvallarreglum. Sumum
tekst það en öðrum ekki.
194