Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Blaðsíða 25
að vemda siðgæði unglinga, sem talið var sérstaklega mikilvægt markmið í lýðræðissamfélagi. I dómi mannréttindadómstólsins í málinu Sunday Times35 vísaði meirihluti dómara til Handyside-málsins um valdmörk dómstólsins, en tók fram að svig- rúm ríkisins til mats væri mismikið eftir því markmiði sem stefnt væri að með aðgerðunum. Þannig ættu önnur sjónarmið við þegar takmörkun á tjáningarfrelsi væri til þess ætluð að vemda hlutleysi dómstólanna heldur en þegar stefnt væri að því að standa vörð um almennt siðgæði (fors. 59). Dómstóllinn lagði mat á forsendur ríkisins fyrir því að nauðsynlegt hefði verið að leggja lögbann við birtingu blaðagreinar í blaðinu Sunday Times, í þágu virðingar fyrir hlutleysi dómstólanna. Greinin fjallaði um lyfíð thalidomið og ábyrgð lyfjafyrirtækis þess sem setti lyfið á markað og átti greinin að birtast meðan mál voru enn til meðferðar um ábyrgð fyrirtækisins gagnvart foreldmm og börnum sem orðið höfðu fyrir tjóni af völdum lyfsins. I forsendum dómsins voru rakin sjónarmið um mikilvægi tjáningarfrelsis í lýðræðisþjóðfélagi og um mikilvægi Ijölmiðla og það hlutverk þeirra að miðla upplýsingum um mikilvæg málefni, jafnt mál- efni sem kæmu til kasta dómstóla að skera úr um sem önnur málefni. í dóminum var metið hvort ástæður þær sem bomar voru fram af hálfu breska ríkisins nægðu til að réttlæta þessa takmörkun á tjáningarfrelsi og var niðurstaða meiri- hluta dómsins sú að miðað við aðstæður og mikilvægi málsins hefði ekki verið slík nauðsyn til takmörkunar að nægði til að víkja til hliðar þeim mikilvægu hagsmunum sem felast í tjáningarfrelsi. Hefði sú takmörkun á tjáningarfrelsi sem fólst í lögbanninu því ekki verið nauðsynleg í lýðræðissamfélagi til þess að tryggja virðingu fyrir dómstólunum. Almennt verður sú ályktun dregin af dómaframkvæmd mannréttindadóm- stólsins að svigrúm aðildarríkja til mats sé lítið að því er varðar nauðsyn á takmörkunum á tjáningarfrelsi, enda margítrekað í dómum dómstólsins að tjáningarfrelsi sé grundvallarþáttur lýðræðissamfélags, einkum frelsi til að tjá skoðanir í fjölmiðlum, auk þess sem pólitísk umræða sé kjami lýðræðis, eins og lýðræðishugtakið kemur fram í ákvæðum sáttmálans.36 I dómi mannrétt- indadómstólsins í máli Þorgeirs Þorgeirssonar gegn Islandi er með sama hætti vikið að mikilvægi tjáningarfrelsisins og nauðsyn opinnar umræðu og hlutverki fjölmiðla í lýðræðissamfélagi. Athyglisvert er að ekki er beint vísað til svigrúms ríkisins til mats í máli Þorgeirs Þorgeirssonar, en í forsendum dómsins er tekin afstaða til þeirra sjónarmiða sem haldið var fram af hálfu ríkisins, annars vegar almennra sjónarmiða um aðgreiningu pólitískrar umræðu og annarrar umræðu, og hins vegar sjónarmiða um sérstakar aðstæður í mál- inu, m.a. um nauðsyn þess að sá sem ákærður er fyrir ærumeiðandi ummæli leitist við að sanna fullyrðingar sínar. Með þeim rökum að blaðagreinar Þor- -',5 Sunday Times málið (dómur 27. október 1978) Series A vol. 30. 36 Sjá m.a. mál Lingens gegn Austurríki (dómur 8. júlí 1986), Series A vol. 103, einkum fors. 41-42. 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.