Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Page 33
4.3. Önnur skýringarsjónarmið í réttarframkvæmd Mannréttindadóm- stóls Evrópu 4.3.1 Sjáifstæð skýring (autonomous interpretation) Mikilvægt skýringarsjónarmið við beitingu Mannréttindasáttmála Evrópu, sem ekki verða fundnar leiðbeiningar um í Vínarsáttmálanum er sjálfstæð skýring á ákvæðum sáttmálans (e. autonomous interpretation). Þetta skýringarsjónarmið felur í sér að við skýringu á hugtökum sáttmálans er ekki byggt á merkingu þeiira í aðildarríkjum sáttmálans, heldur slær dómstóllinn fastri merkingu hug- takanna með eigin lögskýringu á ákvæðum sáttmálans. Sem dæmi má nefna ákvæði 6. gr. sáttmálans, um að leiki vafi á um réttindi þegns og skyldur eða sé hann borinn sökum um glæpsamlegt athæfi skuli hann njóta réttlátrar og opinberrar rannsóknar innan hæfilegs tíma, fyrir óháðum, óhlutdrægum, lögmælt- um dómstóli. Mikið af túlkunarstarfi mannréttindadómstólsins hefur snúist um að skýra hugtökin „réttindi þegns og skyldur" (e. civil rights) og „glæpsamlegt athæfi" (e. criminal charge) og hefur við þá skýringu verið miðað við að merking hugtaka og flokkun réttinda í viðkomandi aðildarlandi hafi þýðingu, en þó ekki afgerandi þýðingu. Þar komi aðallega til eigið mat dómstólsins á eðli þeirra réttinda sem til umijöllunar eru og sjónarmið um að sú vemd sem að er stefnt með ákvæðum sáttmálans nái tilgangi sínum. 4.3.2 Samanburðarskýring (comparative interpretation) Við skýringu á hugtökum og ákvæðum mannréttindasáttmálans hefur mátt greina áherslu sem kalla má „samanburðarskýringu“ (e. comparative interpre- tation) og felst í því, að leitast er við að ákvarða merkingu orðs eða ákvæðis með vísan til þess hvemig viðkomandi orð eða ákvæði er túlkað í fleiri en einu aðildarríki sáttmálans, eða meirihluta aðildarríkja. Þannig er leitast við að finna evrópskan samnefnara sem miða megi við við túlkun sáttmálans. Að nokkru mai'ki má segja, að stofnanir Evrópuráðsins vísi til slíks meirihluta- skilnings um lögmæti lögskýringar sinnar, enda styðst það sjónarmið við formála sáttmálans og þann tilgang hans að ríkin sameinist um þá mannréttindavemd sem í ákvæðum sáttmálans felst. Hins vegar má gagnrýna þetta lögskýringar- sjónarmið, sem slfkt, annars vegar vegna þess hversu formlegt það er, þ.e. hvað það tekur lítið mið af efnisinntaki ákvæðisins sjálfs, og hins vegar vegna þess hversu óákveðið og ómarkvisst það er, en „samanburðarskýring“ byggist að jafnaði ekki á ítarlegum samanburðarrannsóknum á rétti allra aðildarrfkja. Þetta viðmið býður þannig heim þeirri hættu að miðað sé við réttarástand eða túlkun í meirihluta ríkja, eða jafnvel að „samnefnarahugmyndin“ sé útfærð þannig, að „besta lausnin" sé valin sem viðmið. Fyrri lausnina má gagnrýna út frá því sjónarmiði, að það sem ræður ríkjum í meirihluta ríkja sé ekki nauðsynlega til þess fallið að tryggja sem besta vemd mannréttinda; síðari lausnina má gagnrýna með þeirri einföldu, en mikilvægu spumingu, hvað sé „besta lausnirí4 og hvemig slík lausn verði fundin með öruggum og hlutlægum hætti. 181

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.