Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Side 39

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Side 39
Samkvæmt 2. gr. stjómarskrárinnar fara dómendur með dómsvaldið. í því hlutverki felst meðal annars að ákvarða mönnum refsivist vegna ólögmætrar hegðunar, og eru ekki aðrir handhafar rikisvalds bærir til þess. Er það grundvallarregla íslensks réttar, sem meðal annars á sér stoð í 65. gr. stjórnarskrárinnar, að enginn verður sviptur frelsi sínu nema úrskurður dómara komi til. Jafnframt verður málsmeðferðin, sem leiðir til þess úrskurðar, að uppfylla ákveðin skilyrði, sem nú koma aðallega fram í lögum nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, en á þeim tíma er um getur í málinu í lögum nr. 74/1974 um sama efni. Ákvæði 26. gr. laga nr. 48/1988, er lengdi refsivist og fékk forstöðumönnum fangelsa ákvörðunarvald þar um, var því í andstöðu við framangreind ákvæði stjórnarskrár. Áfrýjandi sætti samkvæmt framansögðu ólögmætri frelsisskerðingu umfram dæmda refsivist og á þegar af þeirri ástæðu rétt til bóta úr ríkissjóði.... Eins og hér háttar til þykir hinn skammi fymingarfrestur 157. gr. þágildandi laga um meðferð opinberra mála ekki eiga við. Með sama hætti og héraðsdómur er framsækinn, með því að vísa beinlínis til ákvæða mannréttindasáttmálans um niðurstöðu, á þeim tíma er sáttmálinn hafði ekki verið lögtekinn og fræðileg óvissa var um þýðingu hans í landsrétti - má segja að úrlausn Hæstaréttar sé mjög meðvituð í því að vísa ekki til ákvæða mannréttindasáttmálans, á þeim tíma er lög nr. 62/1994 höfðu verið samþykkt, en fyrir gildistöku þeirra. Á þessu stigi er óvíst hvert framhaldið verður: hvort dómstólar velja þá leið að blása lífi í ákvæði stjómarskrárinnar, eins og virðist gert ráð fyrir í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 62/1994 (og þá, eins og ég hef reynt að sýna fram á hér, að nokkru með bundnar hendur af réttarframkvæmd stofnana Evrópuráðsins), eða hvort dómstólar velja þá leið að rökstyðja úrlausnir sínar með vísan til þjóðréttarlegra skuld- bindinga ríkisins, og ákvæða mannréttindasáttmálans, eftir atvikum með leið- beiningum til löggjafans um nauðsynlegar lagabreytingar. Hvert sem fram- haldið verður, er það mikilvægt að fram komi í úrlausnum dómstóla, rök- stuðningur fyrir niðurstöðu, þannig að til leiðbeiningar sé fyrir þá sem leita réttar síns fyrir dómstólunum - einkum að rökstutt sé, hvaða þýðingu rök- dómi að taka til rækilegrar athugunar, hvort nægileg rök séu til að setja skilyrði um aldurshámark manna, sem leyfi hafa til leiguaksturs fólksbifreiða á svæðum, þar sem fjöldatakmarkanir gilda, en ekki annarra atvinnubifreiðastjóra. í þvi samhengi ætti að taka til sérstakrar athugunar stöðu þeirra manna, er fengið hafa án fyrirvara og nýtt átölulaust í framkvæmd svonefnd „útgerðarleyfi“ þar sem meðal annars verður ekki séð, að í slíkum tilvikum verði í sama mæli byggt á þeim öryggis- og þjónustusjónarmiðum, sem vikið er að í nefndum hæstaréttardómi“. Svo sem fram kemur f áliti umboðsmanns, er það fyrst og fremst í verkahring löggjafans að taka afstöðu til flókinna álitaefna sem þessara, sem varða mikilvæga hagsmuni manna, og hvílir sú ábyrgð á löggjafanum að vanda til lagasetningar, þar sem reynir á grundvallarréttindi þegnanna. Hér er um flókin álitaefni að ræða og er óraunhæft að ætlast til þess að stjóm- sýsluhafar geti við úrlausn einstaks máls brugðist við kröfum og sjónarmiðum sem byggja á því að brotið sé gegn mannréttindavernd - ef skýr lagaheimild mælir fyrir um niðurstöðu málsins. Mikilvægi þess að við lagasetningu sé gætt að þeim skuldbindingum sem leiða af ákvæðum mannréttindasáttmálans verður því ekki ítrekað um of - og er að því er best verður séð vanrækt í áliti nefndar þeirrar er samdi greinargerð með frumvarpi til laga nr. 62/1994. 187

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.