Tímarit lögfræðinga - 01.11.1994, Page 52
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR
í 14. gr. í samningi Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg réttindi og stjóm-
málaleg réttindi (Stjórnartíðindi 10/1979 C-deild) segir m.a. í 1. mgr.:
Allir menn skulu vera jafnir fyrir dómstólunum. Við ákvarðanir, er menn
hafa verið bornir sökum um glæpsamlegt athæfi, eða er ákveða skal um
réttindi og skyldur manna í dómsmáli, skulu allir menn njóta réttlátrar og
opinberrar rannsóknar fyrir lögbærum, óháðum og óhlutdrægum dómstóli
sem stofnaður er með lögum. Blaðamönnum og almenningi má banna að-
gang að réttarhöldum með öllu eða að hluta þeirra vegna siðgæðis, allsherj-
arreglu (ordre public) eða þjóðaröryggis í lýðfrjálsu þjóðfélagi, eða þegar
hagsmunir einkalífs aðila krefjast þess, eða að svo miklu leyti sem dóm-
stóllinn telur brýna nauðsyn bera til í sérstökum tilvikum þar sem vitneskja
almennings mundi skaða réttarhagsmuni, en alla dóma uppkveðna í saka-
málum eða í einkamálum skal kunngera opinberlega nema þar sem hags-
munir ófullveðja manna krefjast annars eða réttarhöldin varða hjúskapar-
deilur eða lögráð barna.
í 4. mgr. 14. gr. segir:
Sé um að ræða ófullveðja menn skal málsmeðferð vera slík að tekið sé tillit
til aldurs þeirra og þeirrar viðleitni að stuðla að endurhæfingu þeirra.
I bamasáttmálanum (Stjómartíðindi 18/1992 C-deild) segir í 12. gr.:
Aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að
láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt
tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska.
Vegna þessa skal barni einkum veitt tækifæri til að tjá sig við hverja þá
málsmeðferð fyrir dómi eða stjómvaldi sem bamið varðar, annaðhvort beint
eða fyrir milligöngu talsmanns eða viðeigandi stofnunar, á þann hátt sem
samræmist reglum í lögum um málsmeðferð.
í 40. gr. bamasáttmálans er fjallað um böm, sem eru grunuð um afbrot. Þar
segir m.a., að þau megi ekki þvinga til skýrslugjafar. Hins vegar skal þeim
heimilt að spyrja eða láta spyrja vitni, sem leidd eru gegn þeim.
I þeim textum, sem nú hefur verið vitnað til, koma fram helstu hugmyndir
um vitnaskýrslur, sem er að fínna í alþjóðasáttmálum. Orðalagið er nokkuð
mismunandi, en hvergi er að finna ítarlegar reglur. Aðalatriðið er, að ákærðir
menn hafa rétt til að kalla til vitni og koma fram með spurningar á sama hátt
og ákærendur. Eitthvert tillit verður þó að taka til barna, sem eru eða geta
verið vitni.
200